Andvari - 01.01.1989, Page 32
30
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
segulstefnu í bergi. Til að ákvarða stefnuna nákvæmlega þurfti reyndar
nokkuð flókið tæki, en með því að fá hönnun og smíði þess samþykkt
sem verkefni Ara Brynjólfssonar til lokaprófs og að fá smíðavinnuna
framkvæmda á verkstæði Háskólans, tókst að halda kostnaðinum
innan þeirra marka sem Rannsóknaráð gat lagt fram af rekstrarfé sínu.
Hinsvegar þurfti töluvert meira til að koma upp segulmælingastöð,
70 þúsund krónur alls að mati Þorbjörns. Eftir að heim kom hefur
einhver byggingafróður maður endurskoðað áætlun hans, því þremur
árum síðar, þegar sótt var um fé til stöðvarinnar til fjárlaga, var
kostnaðurinn áætlaður 200 þúsund krónur.
Hlutverk segulmælingastöðvarinnar var að skrá örar sveiflur í seg-
ulsviði jarðar sem rafstraumar í háloftunum valda. Sveiflurnar eru
mestar í norðurljósabeltinu sem liggur yfir ísland og landið er því
ákjósanlegt til rannsókna af þessu tagi. Nú vildi svo heppilega til að
efna átti til 18 mánaða alþjóðlegs átaks í rannsóknum í jarðeðlisfræði
undir heitinu alþjóðajarðeðlisfræðiárið og skyldi það standa frá miðju
ári 1957 til ársloka 1958. Jarðsegulrannsóknir voru allsnar þáttur í
þessu átaki og var þessi alþjóðasamvinna því mikil hvatning til að
segulmælingastöð yrði sett upp hér á landi.
Rannsóknaráð sótti um fé til fjárlaga fyrir árið 1956 til að koma
stöðinni á fót. Þorbjörn fylgdi beiðninni eftir með því að fara á fund
fjárveitinganefndar Alþingis haustið 1955. Á þessum árum þótti ekki
líklegt til árangurs að leita eftir fé til Alþingis til nýrra rannsóknaverk-
efna, hvað þá til grunnrannsókna eins og segulathugana. En beiðnin
var hógvær og alþjóðlegur metnaður í veði. Málinu hefur greinilega
verið fylgt eftir á sannfærandi hátt því í fjárlögum næstu tveggja ára
fékkst umbeðin fjárveiting, sem tryggði uppsetningu stöðvarinnar. í
undirbúningi þessa verkefnis birtist lagni Þorbjörns við að koma í
framkvæmd áætlunum um rannsóknaverkefni við erfiðar aðstæður.
Hann talaði ekki mikið um að illa væri að vísindum búið eða að
stórauka þyrfti fjárveitingar til þeirra. Þess í stað undirbjó hann hverja
beiðni vandlega, hafði næmt skyn á hve mikið væri hægt að fara fram á
og var laginn að finna leið til að leysa verkefnin með því fé, sem var
mögulegt að fá.
Næsta skrefið var að finna heppilegan stað fyrir stöðina því segul-
sviðið verður að vera stöðugt á nokkru svæði umhverfis hana og engin
mannvirki mega vera nálæg sem geta valdið segultruflun. Þorbjörn
fékk að láni í Danmörku tæki til nákvæmra segulmælinga og með því