Andvari - 01.01.1989, Síða 33
ANDVARI
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON
31
hóf hann umfangsmikla segulkortlagningu á svæðum, sem helst komu
til greina, bæði í nágrenni Reykjavíkur og fyrir austan f jall. Fyrir valinu
varð landskiki við Leirvog, sem gengur inn úr Kollafirði. Fram-
kvæmdir við segulmælingastöðina hófust vorið 1956. Það kostaði
mikla vinnu að koma upp stöðinni þar sem gæta þurfti hverrar krónu.
Þorbjörn tók virkan þátt í smíði þeirra fjögurra mæliskúra, sem þarna
voru reistir, og sá um uppsetningu tækja, sem hann hafði fengið við
vægu verði hjá dönsku segulmælingastöðinni. Reglubundnar mælingar
gátu hafist í ágúst 1957, aðeins mánuði eftir að jarðeðlisfræðiárið
hófst.
í upphafi var einungis stefnt að því að reka stöðina í takmarkaðan
tíma, fyrst og fremst á jarðeðlisfræðiárinu og síðar hugsanlega eitthvað
lengur til að kanna tiltekin fyrirbæri nánar, enda hafði í raun ekki tekist
að tryggja fé til rekstrar og úrvinnslu. Til að reka stöðina þarf að skipta
daglega um ljósnæman pappír, sem segulsveiflurnar eru skráðar á, það
þarf að framkalla pappírinn og síðan bíður umfangsmikil úrvinnsla. Til
viðbótar við þetta þarf að fara vikulega í stöðina til að gera ákveðnar
nákvæmnimælingar.
Þorbjörn fékk bónda í nágrenni við stöðina til að skipta daglega um
pappír en sjálfur varð hann að sjá um vikulegu mælingarnar. í lok
jarðeðlisfræðiársins þótti einsýnt að ekki væri stætt á því að leggja
stöðina niður vegna mikilvægis hennar í hinu alþjóðlega neti slíkra
stöðva. Þegar rannsóknastofu í eðlisfræði var komið á fót við Há-
skólann 1958 fluttist rekstur stöðvarinnar þangað frá Rannsóknaráði,
eins og Þorbjörn hafði látið sig dreyma um í Kaupmannahöfn fimm
árum fyrr. Hlutverki Rannsóknaráðs var nú lokið, en það var fyrir
framsýni þess að segulmælingastöðin var stofnuð.
Ferðirnar í stöðina urðu mun erfiðari eftir að Þorbjörn varð að selja
jeppa sinn þegar hann réðst í að byggja yfir sig og fjölskyldu sína.
Hann fór þá með Mosfellssveitarrútunni og gekk svo síðasta hluta
leiðarinnar í stöðina. Um heimferðina varð hann að treysta á
greiðvikni þeirra, sem voru á leið akandi í bæinn. Um svipað leyti kom
hingað til lands roskinn Vestur-íslendingur, Eggert V. Briem, sem var
niikill áhugamaður um eðlisfræði. Þótt hann væri leikmaður í greininni
hafði hann kynnt sér vel ýmsa þætti eðlisfræðinnar og hann velti fyrir
sér nokkrum grundvallarspurningum hennar. Með þeim Þorbirni tókst
náin vinátta. Eggerti þótti illa farið með tíma svo ágæts vísindamanns
og þegar hann snéri vestur að lokinni sumardvölinni gaf hann rann-