Andvari - 01.01.1989, Page 34
32
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
sóknastofunni bifreið sína sem reyndist hinn besti farkostur og auk
vikulegra ferða í Leirvog var um árabil farið í henni í marga rann-
sóknaleiðangra.
Segulrit stöðvarinnar geyma mikinn fróðleik og efni í margvíslegar
athuganir á raffyrirbærum háloftanna. Þetta var þó verkefni, sem
Þorbjörn kaus að geyma og lét sér nægja að tryggja stöðugan rekstur
stöðvarinnar því framundan biðu verkefni, sem hann vildi leggja sig
allan fram við að koma í framkæmd. Því var aðeins unnt að sinna
úrvinnslu gagna stöðvarinnar í mjög takmörkuðum mæli. Þorbjörn var
ávallt mjög bjartsýnn og hann treysti því að fyrr eða síðar fyndi hann
ungan mann til að taka við stöðinni og fé fengist til að kosta rekstur
hennar og vísindalega úrvinnslu gagna. Hann þurfti reyndar að bíða í
fimm ár þar til hann fann slíkan mann, Þorstein Sæmundsson, sem
hafði nýlega lokið námi í stjörnufræði. Hann hóf störf við Eðlis-
fræðistofnun í ársbyrjun 1963 og vann fyrstu misserin að umfangs-
miklum athugunum á norðurljósum og setti upp myndavélar í þessu
skyni bæði í Reykjavík og á Egilsstöðum þar sem myndir voru teknar
lotubundið af himinhvelfingunni hverja nótt sem himinn var heiður.
Vísindasjóður styrkti þetta verkefni.
Þorbjörn fór snemma að fela Þorsteini ýmsa þætti í rekstri segul-
mælingastöðvarinnar og fljótlega tók hann að fullu við rekstrinum. Það
tók Þorstein nokkur ár að vinna úr hinum miklu uppsöfnuðu gögnum.
En vandinn var ekki til einskis geymdur. Árið 1964 kom fyrsti raf-
eindareiknirinn, eða tölvan eins og snemma var farið að kalla tækin, til
landsins. Með þessu opnaðist mun fljótvirkari leið til að vinna úr
gögnunum, en Þorsteinn varð einn af frumherjum tölvutækninnar hér
á landi og vísaði jafnvel erlendum segulmælingastöðvum veginn í
þessum efnum. Þorbjörn fylgdist þó áfram náið með rekstri stöðvar-
innar og átti frumkvæði að nýjungum þar, eins og þegar tekið var að
skrá segulsviðið lotubundið með nýjum segulmæli, sem síðar greinir.
Saga segulmælingastöðvarinnar, sem ég hef rakið hér í stuttu máli,
lýsir vel brautryðjandastarfi Þorbjörns og skýrir samtímis hin miklu
áhrif sem hann hafði á þróun rannsókna hér á landi um nærri fjögurra
áratuga skeið. Með óþrjótandi dugnaði og mikilli hugkvæmni hratt
hann í framkvæmd nýjum verkefnum en fékk þau síðan í hendur
ungum mönnum. Hann fylgdist þó ávallt vel með verkefnunum og var
ætíð reiðubúinn að ræða vandamál sem upp komu. Hann ruddi þannig
jarðveginn, plægði og sáði stundum einnig.