Andvari - 01.01.1989, Page 35
ANDVARI
PORBJÖRN SIGURGEIRSSON
33
XI Kjarnfrœðanefnd
Segulmælingastöðin var engin rannsóknastofa, aðeins fjórir mæli-
skúrar til að skýla viðkvæmum tækjum. Enn bjó Þorbjörn við erfiða
aðstöðu til rannsókna. En á sama tíma og hann vann kappsamlega að
bergsegulrannsóknum og að því að koma upp segulmælingastöðinni
var hann farinn að undirbúa næsta áfanga og í annað sinn voru það
rannsóknir í kjarneðlisfræði sem vöktu vonir hans um nýja möguleika
á svipaðan hátt og gerst hafði 1945, þegar skýrt var frá helstu niður-
stöðum þeirra rannsókna, sem lágu að baki beislun kjarnorkunnar.
í heilan áratug eftir 1945 hvíldi þó mikil leynd yfir þessu sviði því
Bandaríkjamenn töldu sig þannig geta tafið verulega önnur ríki að ná
tökum á þessari nýju tækni. Ýmsir menn með Niels Bohr í broddi
fylkingar töldu þetta mjög misráðið, það gæti einungis alið á tor-
tryggni, og vildu að unnið væri að kjarnorkurannsóknum fyrir opnum
tjöldum undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, en þeir töluðu fyrir
daufum eyrum. Leyndin kom þó fyrir lítið. Sovétmenn, Bretar og
Frakkar og síðar fleiri þ jóðir, náðu á fáum árum fullum tökum á þessari
tækni og smíðuðu bæði kjarnaofna og atómsprengjur. Leyndin tafði
hinsvegar friðsamlega nýtingu kjarnorkunnar verulega. Þegar leið að
miðjum sjötta áratugnum breyttu Bandaríkjamenn stefnu sinni og
áttu frumkvæði að því að haldin var alþjóðleg ráðstefna undir kjör-
orðinu ,,friðsamleg nýting kjarnorku“ á vegum Sameinuðu þjóðanna í
Genf sumarið 1955. Nú lögðu tæknivæddar þjóðir spilin á borðið, að
mestu, og var greinilega allnokkurt kapp meðal þeirra að sýna sem
mesta tæknikunnáttu á þessu sviði. Ráðstefnan markaði tímamót í
hagnýtingu kjarnorkunnar. Fyrir hönd íslands sóttu ráðstefnuna eðl-
isfræðingarnir Þorbjörn Sigurgeirsson og Magnús Magnússon og full-
trúi frá utanríkisþjónustinni. Þá tólf daga, sem ráðstefnan stóð yfir, var
hulunni svipt af umfangsmikilli tækni- og vísindagrein og var ljóst að
þetta mundi hafa mikil áhrif á fjölmarga þætti tækni og vísinda. Ráð-
stefnan verkaði mjög örvandi á þá sem sóttu hana og hún hafði djúp-
stæð áhrif í mörgum löndum og kjarnorkurannsóknir tóku mikinn
fjörkipp á næstu árum.
Ráðstefnan vakti vonir um að beislun kjarnorkunnar mundi leysa
orkuþörf heims um ófyrirsjáanlega framtíð og ljóst var að notkun
geislavirkra efna gæti haft mikil áhrif, t.d. í læknisfræði og iðnaði.
3