Andvari - 01.01.1989, Page 36
34
PÁLL TH EODÓRSSON
ANDVARI
íslensku þátttakendurnir töldu að margvísleg þörf væri fyrir geislavirk
efni hér á landi. í Genf komu einnig fram ýmsar upplýsingar um
framleiðslu og notkun á þungu vatni, sem er notað í einni gerð af
kjarnaofnum. íslendingarnir þóttust eygja þarna álitlega framleiðslu-
möguleika sem byggðust á jarðvarma.
í skýrslu íslensku þátttakendanna voru lagðar fram tvær tillögur:
1. Að komið yrði á fót rannsóknastofu til að mæla geislavirk efni.
2. Að möguleikar á framleiðslu þungs vatns á íslandi yrðu kann-
aðir rækilega.
Farin var óvenjuleg en skjótvirk leið til að vinna að framgangi
tillagnanna. Ekki leið nema mánuður frá því að ráðstefnunni lauk þar
til þessar tillögur voru ræddar í Landsnefnd íslands í AOR (Alþjóða
orkumálaráðstefnunni), þar sem Jakob Gíslason raforkumálastjóri var
formaður. Að frumkvæði hennar var Kjarnfræðanefnd íslands stofnuð
25. janúar 1956. í Kjarnfræðanefnd var hópur framsýnna forstöðu-
manna frá opinberum stofnunum og veitti hópurinn Þorbirni traustan
stuðning í þessu máli, sem átti eftir að marka þáttaskil í sögu íslenskra
eðlisfræðirannsókna. Á stofnfundinum hélt Þorbjörn erindi um hlut-
verk Kjarnfræðanefndar, en meginmarkmið hennar skyldi vera að
hrinda í framkvæmd framangreindum tillögum. Hann sagði að geisla-
mælingastofan skyldi aðstoða aðrar rannsóknastofur við notkun
geislavirkra efna, en hún skyldi einnig hafa með höndum sjálfstæðar
rannsóknir og nefndi þar aldursgreiningu með geislakoli, þrívetnis-
mælingar og eftirlit með geislavirku úrfelli í lofti og úrkomu. Þetta var
djörf áætlun, þegar haft er í huga að enn störfuðu aðeins þrír eðlis-
fræðingar á íslandi og aðstaða nær engin til tilraunavinnu.
Þorbjörn var kosinn formaður Kjarnfræðanefndar en Magnús
Magnússon ráðinn framkvæmdastjóri. Enda þótt nefndin fengi aldrei
opinbera viðurkenningu stjórnvalda, svipað og hliðstæðar nefndir í
nágrannalöndum okkar, var hún áhrifamikil og tókst henni að hrinda í
framkvæmd mikilvægum málum.
Kjarnfræðanefnd skipaði skömmu síðar sex undirnefndir til að fjalla
um einstaka málaflokka, og átti ein þeirra að vinna að formlegri tillögu
um stofnun rannsóknastofu. í þessari nefnd áttu sæti, auk Þorbjörns,
Trausti Einarsson og Sigurður Þórarinsson og skilaði hún áliti í júni
1956. í tillögu hennar var lagt til að stofnuð yrði framangreind rann-
sóknastofa og þar skyldu starfa í fyrstu einn eðlisfræðingur og einn