Andvari - 01.01.1989, Page 37
ANDVARI
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON
35
aðstoðarmaður. Gert var ráð fyrir að stofan gæti tekið til starfa í byrjun
árs 1958. í tillögum nefndarinnar segir um rekstur stofunnar:
Við leggjum til að rannsóknastofan verði ekki sjálfstæð stofnun heldur heyri
undir einhverja rannsóknastofnun, sem þegar er starfandi. Kemur þar helst til
greina Háskóli íslands og Atvinnudeild Háskólans.
Þar sem verulegur hluti starfseminnar verður rannsóknastarfsemi, sem eðli-
legt væri að heyrði undir háskóla, leggjum við til að fyrst verði leitað til
Háskólans og gengið úr skugga um hvort þar sé fyrir hendi vilji og geta til að
reka rannsóknastofuna. Gæti það ýtt undir þá eðlilegu þróun að við Háskólann
skapist miðstöð fyrir náttúruvísindalegar rannsóknir.
Ef háskólaráð telur ekki ástæðu til þess að Háskólinn taki að sér rekstur
rannsóknastofunnar, teljum við líklegt að atvinnudeildin mundi taka að sér
reksturinn.10
Augljóst er að nefndarmenn voru hóflega bjartsýnir á að Háskólinn
væri reiðubúinn að taka við þessu nýja hlutverki og nærri tveir áratugir
liðu reyndar þar til hann var orðinn sú miðstöð náttúruvísindalegra
rannsókna, sem rætt eru um í tillögunni. En varfærni nefndarmanna
var óþörf. Innan Háskólans var þegar hafin hreyfing sem vildi efla
raunvísindi þar. Háskólaráð hafði samþykkt á fundi 2. febrúar þetta ár
að óska eftir því að nýtt prófessorsembætti yrði stofnað við skólann.
Fyrir lagni þáverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, tókst
honum að fá samþykkta á Alþingi tillögu um þetta vorið 1957 og að hin
nýja rannsóknastofa, sem hafði komist inn á fjárlög fyrir árið 1957,
skyldi falla undir Verkfræðideild skólans og nýi prófessorinn vera
forstöðumaður hennar.
Á vegum Kjarnfræðanefndar var kannað rækilega hvort hagkvæmt
væri að framleiða þungt vatn hér á landi með jarðvarma. Niðurstaðan
var þó neikvæð, meðal annars vegna þess hve markaður var ótryggur.
Þriðja stefnumál Kjarnfræðanefndar var að beita sér fyrir notkun
geislavirkra efna í læknisfræði. Árið 1961 fékkst styrkur frá Alþjóða-
kjarnorkustofnuninni í Vín til að setja á stofn geislamælingastofu við
Landspítalann. Fengust þá nauðsynleg tæki, erlendur sérfræðingur
starfaði við spítalann að verkefninu um fjögurra mánaða skeið og
Eðlisfræðistofnun veitti margvíslegan stuðning. Með þessari stofu
komst fljótt góður skriður á notkun geislavirkra efna, bæði við sjúk-
dómsgreiningu og geislalækningar og hefur þessi starfsemi eflst jafnt
°g þétt síðan.
Fegar þetta verkefni var komið á traustan grundvöll hafði Kjarn-