Andvari - 01.01.1989, Page 38
36
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
fræðanefnd lokið þeim verkefnum sem nefndin hafði sett sér og hún
var því formlega lögð niður árið 1964. Þorbjörn hafði þá verið for-
maður hennar allt frá stofnun nefndarinnar.
XII Eðlisfrœðistofnun Háskólans
Nýju háskólalögin 1957 eru einn mikilvægast áfanginn í sögu eðlis-
fræðirannsókna á íslandi. Fyrst nú, eftir 10 ára þrotlaust undirbún-
ingsstarf, fékkst prófessorsstaða í eðlisfræði við Háskólann, rann-
sóknastofu var komið upp og staða sérfræðings tryggð. Þorbjörn var
skipaður prófessor frá 1. október 1957. En baráttunni var langt því frá
lokið, fjárveiting til stofunnar hrökk rétt fyrir launum, en lítið gagn var
að tækjalausri stofu. Fað hjálpaði reyndar töluvert að fjárveiting ársins
1957, sem Rannsóknaráði tókst að koma inn á fjárlög, gat að fullu
runnið til tækjakaupa. Næstu fimm ár varð þessi stofa að vinna við
þröng skilyrði, en jafnt og þétt tókst Þorbirni að treysta og efla starf-
semina.
Ég vil í þessu tilefni rifja upp atburð sem hafði veruleg áhrif á
starfsemi stofunnar á tíma þegar hagur hennar var hvað þrengstur.
Eins og að framan sagði var lítið fé eftir til rekstrar stofunnar fyrsta
árið þegar búið var að greiða laun: Um þessar mundir vann Porbjörn
enn talsvert að bergsegulrannsóknum. Síðla sumars 1958 ákvað hann
að reyna að kanna segulstefnuna í efstu lögum Hlöðufells og fór ég við
þriðja mann með Þorbirni í þessa ferð. Farið var á gömlum hertrukk
með palli. Þegar Þorbjörn kom að sækja mig sá ég að á pallinum var
allmikil dræsa af ryðguðum stálvír. Ég spurði Þorbjörn hverju þetta
sætti. Hann sagðist hafa keyrt framhjá öskuhaugunum við Selsvör og
hafi hann þá komið auga á vírinn og kippt honum upp á pallinn,
„stundum getur verið gott að hafa svona taug með“, sagði hann. Þegar
við vorum á heimleið og komum niður í Bolabás var þar stór amerísk
drossía og virtist eitthvað vera þar að. Stansað var til að athuga málið. í
ljós kom að tannhjól hafði brotnað í mismunadrifi. Þorbjörn bauðst til
að draga bílinn í bæinn og var það vel þegið. Kom nú stáltóið í góðar
þarfir og bílnum var skilað við húsdyr eigandans. Ég hef vart séð
þakklátari ferðalang en þann sem við kvöddum þarna, en Þorbirni
fannst þetta lítilræði.