Andvari - 01.01.1989, Page 39
ANDVARI
PORBJÖRN SIGURGEIRSSON
37
Þegar fjárlög voru lögð fyrir Alþingi um haustið var Ijóst að erfitt ár
væri framundan og Þorbjörn ákvað að fara á fund ráðamanna í fjár-
málaráðuneytinu. Þarna tók við okkur maður sem ég kannaðist við,
þarna sat eigandi drossíunnar. Hlustað var af athygli á rökin fyrir því að
erfitt væri að reka stofuna án aðstoðarmanns og með mjög tak-
mörkuðu fé til rekstrar og tækjakaupa. Við afgreiðslu fjárlaga var
fjárveitingin nærri þrefölduð og fjármál stofunnar komust fyrst nú á
þolanlegan grundvöll.
Hver hefði framvinda mála orðið ef Þorbjörn hefði ekki stansað við
öskuhaugana og kippt víradræsunni upp á bílpallinn? Þarna birtist í
hversdagslegu atviki innsæi sem oft mátti sjá í vísindastörfum
Þorbjörns.
Ég var ráðinn sérfræðingur við hina nýju rannsóknastofu og kom til
starfa þar um mitt sumar 1958 eftir að hafa unnið í hálft þriðja ár við
rannsóknastöð dönsku kjarnorkunefndarinnar. Vinnustaðurinn sem
beið mín var herbergið þar sem ég hafði gert verklegar æfingar nærri
áratug fyrr og þar sem áhugi minn á eðlisfræði hafði tendrast. Þetta
voru mikil viðbrigði fyrir þann sem kom frá nýrri og vel búinni rann-
sóknastofu á Risö í Danmörku og það tók mig nokkra mánuði að
venjast nýju umhverfi. En Þorbjörn var ánægður og fullur bjartsýni.
Geislamælingastofan var nafnlaus í byrjun, heist kölluð stofan með
langa nafninu, þ.e. „rannsóknastofa til mælinga á geislavirkum
efnum“. Stofan tók við rekstri segulmælingastöðvarinnar af Rann-
sóknaráði og því átti þetta nafn í raun ekki við hana. Þegar Þorbjörn
valdi nafn fólst ríkur metnaður í því: Eðlisfrœðistofnun Háskólans
skyldi hún heita. Nú, þegar yfir 150 íslenskir eðlisfræðingar eru starf-
andi og margvíslegar rannsóknastofnanir hafa verið settar á laggirnar,
virðist þetta hversdagslegt nafn, en þegar eðlisfræðingar stofunnar
voru aðeins tveir og unnið var í kjallara háskólans við rannsóknir við
mjög frumstæð skilyrði, reis stofan vart undir þessu nafni. En ekkert
hik var á Þorbirni, hann lét prenta bréfhaus stofunnar, nú stofnunar-
innar, og hefur varla tilkynnt það formlega nokkrum manni. Það var
ekki fyrr en nokkru síðar, er hann fór á fund menntamálaráðherra,
Gylfa Þ. Gíslasonar, varðandi erindi sem hann hafði sent ráðuneytinu,
að honum varð kannski ljóst að nafnið samræmdist ekki að fullu því
sem samþykkt hafði verið á Alþingi. Gylfi sagði við Þorbjörn með
nokkrum undrunarhreim: „Ég sé að Háskólinn hefur komið áfót nýrri
vísindastofnun“, en síðan brosti hann og ræddi þetta ekki frekar. Ekki