Andvari - 01.01.1989, Page 41
ANDVARl
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON
39
mælt og fylgst var með geislavirku úrfelli í lofti, úrkomu og matvælum á
tímum megatonna vetnissprengja. Með Þorbirni unnu nú þrír fast-
ráðnir sérfræðingar og fimm aðstoðarmenn og á sumrin hópur áhuga-
samra námsmanna. Þessari starfsemi allri hafði Þorbjörn tekist að
koma á fót á skömmum tíma og hafði hann verið virkur þátttakandi í
nær öllum verkefnunum. Mitt í þessum umsvifum stóð næsta sóknar-
lota.
XIII Raunvísindastofnun Háskólans
Umræða um íslenska vísindastofnun fyrir helstu greinar raunvísinda er
gömul, en hún verður fyrst markviss með stofnun nefndar á vegum
Rannsóknaráðs ríkisins sem skipuð var 1959. Lengi áttu þessar hug-
myndir erfitt uppdráttar því það var rótgróin trú hér á landi að svo
fámenn þjóð sem íslendingar hefði ekki getu til að stunda með viðun-
andi árangri rannsóknir í nútímavísindum og talið var að við hlytum að
sækja alla slíka þekkingu til annarra þjóða rétt eins og við keyptum
bifreiðar, skip og flugvélar erlendis. Með stofnun nefndarinnar var lagt
til atlögu gegn þessari trú stöðnunar. Nefndin hafði í megindráttum
gengið frá ályktun þegar formaður hennar, Björn Sigurðsson, féll frá
haustið 1959. í uppkasti nefndarálitsins færir Björn eftirfarandi rök
fyrir nauðsyn rannsóknastofnunar í raunvísindum:
Eins og stendur keppast íslendingar við að vélvæða eldri atvinnuvegi með
ærnum tilkostnaði. Sjávarútvegurinn færir okkur gjaldeyri til þessara fram-
kvæmda og ónógan þó. Þetta er gott og nauðsynlegt, en þó getum við aldrei
flutt inn menningu 20. aldarinnar fyrir útfluttan fisk, hún eins og öll önnur
menning, verður að skapast á hverjum stað í því fólki, sem þar býr. Fiski-
mannaþjóð verður ekki gildur aðili að nútímaheimi með því einu að strita á
sjónum og ætla að kaupa menningarþróun aldarinnar fyrir afla sinn. Hún
verður eins og aðrar þjóðir að taka virkan þátt í því rannsóknar- og tæknistarfi,
sem er lífsblóð þjóðarinnar. Við komumst ekki hjá því að byggja sjálfir þá
undirstöðu, sem framtíð okkar hvílir á.11
Þráðurinn var tekinn upp að nýju árið 1961. Hið umfangsmikla starf
við Eðlisfræðistofnun Háskólans hafði, þegar hér var komið sögu,
sannað ótvírætt möguleika á árangursríkum raunvísindarannsóknum á
Islandi og nytsemi þeirra. Með nýfengnum styrk frá Alþjóðakjarn-