Andvari - 01.01.1989, Page 42
40
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
orkustofnuninni var enn umfangsmeira starf í augsýn. Petta efldi að
sjálfsögðu áhuga á almennari rannsóknum í raunvísindum við skólann.
Háskólarektor, Ármann Snævarr, skipaði vorið 1961 nefnd til að gera
tillögu um eflingu raunvísinda við Háskólann. Þorbjörn Sigurgeirsson
var skipaður formaður nefndarinnar, og hún skilaði áliti í júní sama ár.
Svo sérkennilega vildi til að sama dag og nefndin skilaði áliti sínu var
rektor spurður hvernig best væri að verja fé sem ríkisstjórn Bandaríkj-
anna hugðist færa Háskóla íslands að gjöf í tilefni af hálfrar aldar
afmæli hans, sem halda átti hátíðlegt um haustið. Svarið var nærtækt,
það lá á borði rektors, verðugra verkefni en það sem rætt var í tillögum
nefndarinnar var vandfundið. Pessi niðurstaða var tilkynnt hátíðlega á
afmæli Háskólans um haustið. Mánuði síðar var byggingarnefnd nýrrar
vísindastofnunar skipuð og var Þorbjörn formaður hennar.
Byggingarframkvæmdir hófust 1963 og þeim lauk þremur árum
síðar. Byggingakostnaður var greiddur að hluta með gjöf Bandaríkj-
anna en Happdrætti Háskólans greiddi þó meirihluta kostnaðarins.
Hin nýja stofnun, Raunvísindastofnun Háskólans, tók formlega til
starfa í október 1966. Hún skiptist í upphafi í fjórar stofur: Eðlis-
fræðistofu, Jarðeðlisfræðistofu, Efnafræðistofu og Stærðfræðistofu.
Þorbjörn varð fyrsti forstöðumaður Eðlisfræðistofu og gegndi því
starfi fram til 1975 er hann dró sig í hlé frá stjórnunarstörfum á vegum
stofnunarinnar.
Með Raunvísindastofnun Háskólans var einum merkasta áfanga í
sögu raunvísinda á íslandi náð. Nú fyrst fékkst við Háskólann aðstaða
fyrir rannsóknir í fjórum grunngreinum raunvísinda. Með þessu var
skapaður grundvöllur fyrir nána samvinnu í þessum greinum, sem
hefur verið mikilvæg forsenda fyrir góðum árangri í margvíslegum
verkefnum.
XIV Magni
Nú skal horfið aftur til fyrsta starfsárs Eðlisfræðistofnunar, ársins
1958. Þá um haustið rakst ég á grein í bandaríska tímaritinu Scientific
American um fyrirbæri sem nefnist pólvelta atómkjarna, en banda-
rískir vísindamenn höfðu uppgötvað það rúmum áratug fyrr. Þar var
sagt frá því í stuttri málsgrein að þetta fyrirbæri mætti nota til að mæla
segulsvið jarðar. Þegar ég sagði Þorbirni frá þessu var sem hann í einu