Andvari - 01.01.1989, Page 45
ANDVARI
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON
43
þyngdar. í tækinu var vatnið segulörvað með því að láta það renna
gegnum sterkt segulsvið og síðan í gegnum mælispólu, sem var í um
eins metra fjarlægð frá seglinum, til að svið hans trufli ekki veika
jarðsviðið sem á að mæla. Þorbjörn fór nú að glíma við að smíða tæki af
þessari gerð. Frumgerðinni var komið saman sumarið 1965 en hann
var ekki fyllilega ánægður með árangurinn, vildi minnka segulinn en
við það yrði örvun vatnsins minni. Þorbjörn sá að fræðilega átti að vera
mögulegt að ná meiri örvun, en þar sem ekki var unnt að skýra hvernig
hún kemur fram, var erfitt að vita hvað ætti að gera til að ná þessu.
Hann hafði þó óljósan grun um hvaða skilyrði þyrftu að vera uppfyllt
til að ná meiri örvun. Hann tróð nú stálull inn í vatnsrásina þar sem
hún lá í gegnum hið sterka svið segulsins. Árangurinn var framar öllum
vonum, tífalt meiri segulörvun fékkst og mátti nú minnka segulinn
verulega og draga þannig úr þyngd hans og var nú auðvelt að koma
mælinum fyrir í flugvél.
Þessi snilldarlega lausn lýsir einstæðu innsæi Þorbjörns því eftir litlu
var að fara þegar reynt var að auka örvunina. Enn í dag hefur ekki
fengist viðunandi skýring á því hvað veldur þessari aukningu enda þótt
Þorbjörn hafi síðar varið miklum tíma til að komast nær því. Fróðlegt
er að lesa lýsingu Þorbjörns á þessari endurbót sem hann gaf í fyrir-
lestri, „Eðlisfræðirannsóknir við Háskóla íslands“, sem hann hélt í
tilefni þess að stúdentar við Háskóla íslands heiðruðu hann fyrir
framlag hans til rannsókna. Þar tíundaði hann vandlega framlag sam-
starfsmanna sinna, en aðeins þeir sem þekktu til rannsóknanna geta
vitað hvaða þátt hann átti sjálfur í þeim. Seint í fyrirlestrinum lýsir
hann því þegar honum tókst að gera framangreinda endurbót á segul-
mælinum:
Það sem reið baggamuninn, að okkur tókst að smíða nothæft mælitæki, var það
að aðferð fannst til að flýta fyrir segulmögnun vatnsins eða niðurröðun rót-
eindanna í sterka segulsviðinu. Yfirleitt þarf vatnið nokkrar sekúndur í sterka
sviðinu til að öðlast fulla segulmögnun, en með því að koma fyrir stálull í bilinu
milli póla segulsins má fá þetta til að gerast margfalt hraðar og draga þá úr stærð
segulsins að sama skapi og komast þannig hjá truflunum af hans völdum.12
Þetta lýsir Þorbirni Sigurgeirssyni vel. Allt það sem hann gerði
sjálfur var svo sjálfsagt og hversdagslegt í hans augum að honum fannst
það varla í frásögur færandi, en hann gladdist yfir öllu því sem aðrir
gerðu vel.