Andvari - 01.01.1989, Page 46
44
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
Að fenginni þessari niðurstöðu var segulmælirinn endursmíðaður og
hentaði nú vel til mælinga úr flugvél. Þessi nýja gerð hlaut nafnið Móði,
en Magni og Móði voru synir Þórs. Næstu ár notaði Þorbjörn nýja
segulmælinn til að kortleggja segulsvið alls landsins.
XV Kortlagning segulsviðs með Magna og Móða
í bréfinu til Rannsóknaráðs, sem vitnað var til í VIII. kafla, telur
Þorbjörn kortlagningu segulsviðs landsins meðal verkefna, sem glímt
skuli við: „að mæla segulsvið landsins, með jarðfræðileg sjónarmið
fyrir augum, eftir því sem tök eru á“. Haustið 1959 kom kanadísk
segulmælingaflugvél við á íslandi á leið sinni frá kortlagningu á meg-
inlandi Evrópu. Flugvélin hafði nokkra viðdvöl hér og mældi þá seg-
ulsviðið á 14x24 km svæði umhverfis Reykjavík. Kort, sem gert var
eftir þessum mælingum, sýndi hve mikils mátti vænta af segulkort-
lagningu úr lofti. En hér blasti einnig við hve flókinn búnað þurfti til
mælinga og til úrvinnslu. Ljóst var að Eðlisfræðistofnun Háskólans
mundi ekki hafa bolmagn til að ráðast í kortlagningu segulsviðsins með
búnaði í líkingu við þann sem þarna var notaður. Með Magna var
hinsvegar fenginn mun einfaldari segulmælir og hugsanlega mætti
einfalda fleiri tæki í mæli- og úrvinnslukerfinu. Þorbjörn fór því
ótrauður að undirbúa þetta mikla verkefni.
Frumtilraunin var gerð sumarið 1962. Sá hluti Magna, sem skynjar
segulsviðið, er lítil flaska með vatni vafin rafspólu og er hún tengd við
sjálft mælitækið með nokkurra metra löngum kapli. Þorbjörn batt nú
flöskuna við endann á hárri stöng sem var fest við bifreiðina, sem
Eggert hafði gefið stofnuninni. Með þennan búnað var ekið víða eftir
þjóðvegum sunnanlands. Mælingar voru teknar með handstýringu á
500 metra fresti, en segulsviðið og kílómetrastaðan skráð í bók. Þessar
mælingar voru fyrst og fremst gerðar til að fá nokkra reynslu af kort-
lagningu með Magna, en einnig var vonast til að þetta gæti leitt eitt-
hvað áhugavert í Ijós um segulsvið landsins, sem það þó gerði ekki.
Þorbirni var að sjálfsögðu ljóst að stærri landsvæði yrðu aðeins kort-
lögð með mælingum úr flugvél. Fyrsta tilraunin var gerð 1964. Flogið
var með Magna í þyrlu og mælingarnar gerðar á svipaðan hátt og í
bifreiðinni. Teknar voru nokkrar mælilínur yfir Reykjanesi og segul-