Andvari - 01.01.1989, Page 47
ANDVARI
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON
45
svið Surtseyjar var mælt. Þessar mælingar voru mikilvægur undirbún-
ingur undir segulkortlagningu Þorbjörns, en ljóst var að mælinguna og
skráninguna varð að gera sjálfvirka. Þorbjörn taldi ennfremur, eins og
að framan var getið, æskilegt að hafa segulmæli sem gæfi samfellt
merki en ekki slitrótt eins og frá Magna.
Móði uppfyllti þetta skilyrði og Þorbjörn gat nú hafið skipulegan
undirbúning að heildarkortlagningu á segulsviði landsins. En hér var
um mun stærra og flóknara verkefni að ræða en hann hafði ráðist í
áður.Við kortlagninguna þarf að mæla segulsviðið í þéttum samhliða
línum og gera þarf miklar kröfur til nákvæmrar staðsetningar og
reyndist þetta einn meginvandi verkefnisins. Einnig var æskilegt að
geta skráð staðsetninguna á sjálfvirkan hátt samhliða skráningu seg-
ulsviðsins. Loks þurfti að skrá hvenær hver mæling var gerð til að geta
síðan leiðrétt mæligildin vegna breytinga í segulsviðinu, en sömu
breytingar koma fram í Leirvogsstöðinni, þar sem þær eru skráðar
samfellt.
Þorbjörn réðst því í að hanna kerfi sem gat uppfyllt allar þær kröfur
sem gera þurfti í mælingu, skráningu og úrvinnslu. Segulkortlagningin
hófst síðla árs 1967 og henni lauk árið 1980 og hafði þá segulsvið
landsins alls verið mælt.
I fyrstu voru mælingarnar í senn erfiðar og rnjög tímafrekar í úr-
vinnslu. Suðvesturhluti landsins var þó mældur og unnið úr mælingun-
um með fumstæðri tækni, en segulkortið var gefið út tveimur árum
síðar. Reynslan af þessari fyrstu lotu sýndi að bæta yrði tæknina áður
en lengra væri haldið, og var reyndar sífellt unnið að endurbótum þau
13 ár sem kortlagningin stóð yfir. í þessu þróunarstarfi hafði Þorbjörn
við hlið sér tvo ágæta tæknimenn, Jón Sveinsson og Martein Sverris-
son, en margir fleiri lögðu þar þó hönd á plóg.
Segulmælirinn sem notaður var í þessum mælingum var kallaður
Flugmóði. í fyrstu var hann byggður inn í liðlega tveggja metra langan
hólk, sem festur var við væng vélarinnar í flugtaki en var síðan látinn
síga um 20 metra þegar mælingar hófust. Þetta var nokkuð erfitt og var
það veruleg endurbót þegar mælinema Móða var komið fyrir í væng
vélarinnar. Lítil eins hreyfils flugvél var notuð í mælingunum. Þorbjörn
taldi að hagræði og hagkvæmni næðist ef hann gæti sjálfur stjórnað
flugvélinni í þessum mælingum og tók því flugpróf og sat lengst af
sjálfur við stýri flugvélarinnar. Heildarfluglengdin í kortlagningunni
allri svarar til þess að flogið væri hálfan annan hring umhverfis jörðina.