Andvari - 01.01.1989, Page 49
ANDVARI
PORBJÖRN SIGURGEIRSSON
47
gefnum mælilínum. Þetta kerfi var tekið í notkun 1972. Á sama tíma
var skráningatæknin endurbætt og leysti þá stafræn skráning segul-
bandið af hólmi, þar sem riðstraumsmerki Móða hafði verið skráð.
Niðurstöðurnar voru nú geymdar sem tölur á gataræmu.
Með þessum búnaði lauk Þorbjörn við segulkortlagningu alls
landsins á árunum 1976-80 og síðasta segulkortið kom út 1985. Einu
mesta rannsóknaverkefni íslenskra jarðeðlisfræðirannsókna var þar
með lokið á farsælan hátt. Undir stjórn Leós Kristjánssonar var kort-
lagningunni síðar haldið áfram og þá mælt út fyrir strendur landsins og
öllum gögnum Porbjörns, sem og ýmsum öðrum segulmælingum, var
komið í aðgengilegt tölvutækt form.
Við þetta vil ég bæta stuttri frásögn af tæki sem Þorbjörn vann lengi
að, sem spratt af leit hans að heppilegri leið til nákvæmrar, sjálfvirkrar
staðarákvörðunar. Bandaríska geimvísindastofnunin hafði hannað
kerfi til staðarákvörðunar sem byggðist á móttöku útvarpsmerkja frá
gervitungli. Þorbjörn fékk snemma áhuga á þessu kerfi og tók að safna
gögnum um það þótt það hentaði ekki í segulflugi. Þróun tækis, sem
byggðist á þessari tækni, hófst 1973 undir stjórn Þorbjörns en Mar-
teinn Sverrisson sá um smíði tækisins og gerð forrita. Með þessu tæki
má ákvarða stað móttökutækisins svo ekki skeiki nema örfáum
metrum. Tækið hefur verið notað mikið við nákvæma staðarákvörðun
í þykktarmælingum á jöklum sem Helgi Björnsson hefur staðið fyrir.
Nú, hálfum öðrum áratug síðar, eru erlend tæki sem eru síðari ættliðir
fyrstu staðsetningatækjanna notuð til að mæla gliðnun landsins og er
nákvæmnin svo mikil í staðsetningu að vart skeikar meira en svarar til
hæðar bókstafanna í þessum texta.
XVI Tœkjasmíði
Lýsingin á verkefnum Þorbjörns hér að framan hefur sýnt hve mikil-
vægur þáttur tækjasmíðin var í verkefnum hans og samstarfsmanna
hans. Tilgangurinn með smíðinni var yfirleitt ekki að fá ódýrari tæki,
þótt það skipti vissulega miklu máli, heldur var í flestum tilvikum verið
að nota nýjustu möguleika rafeindatækninnar, sem var þá ekki enn
farið að nota í verksmiðjuframleiddum tækjum, til að fá fullkomnari
tæki en mögulegt var að kaupa. Tækjasmíðin var ekki einungis mikil-