Andvari - 01.01.1989, Page 50
48
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
væg í verkefnum Þorbjörns heldur einnig í mörgum þáttum rannsókna
í eðlis- og jarðeðlisfræði við Raunvísindastofnun. Áhrif þessa starfs ná
enn lengra því ýmsar aðrar rannsóknastofnanir hafa notið góðs af því
og fyrirtæki hafa sprottið af starfseminni. Því vil ég rekja þennan þátt
nokkuð nánar.
Þorbjörn hlaut allgóða þjálfun í smíði mælitækja í námi sínu í
Kaupmannahöfn. Hann byggði geimgeislarannsóknir sínar í Princeton
að verulegu leyti á þessari reynslu og notaði tímann þar reyndar einnig
til að setja saman geigerteljarakerfi, sem hann hugðist taka með sér
heim til íslands, og til að smíða magnara af nýrri gerð til að mæla mjög
veikan rafstraum. Pegar Porbjörn vantaði nokkrum árum síðar tæki til
að ákvarða segulstefnu í bergi var enn ráðist í tækjasmíði. Fól hann Ara
Brynjólfssyni verkefnið eins og þegar hefur verið getið, og færði þetta
þeim betra og nákvæmara tæki en aðrar rannsóknastofur höfðu.
Pegar Eðlisfræðistofnun Háskólans var stofnsett 1958 var það eðli-
legt framhald þessarar þróunar að smíða mælitækin á stofnuninni, ef
þau tæki sem hægt var að kaupa voru of dýr eða uppfylltu ekki þær
kröfur, sem gera þurfti. Upphaf tækjasmíðinnar á Eðlisfræðistofnun
má rekja til rannsóknastöðvarinnar á Risö í Danmörku. Par var tölu-
vert unnið að þróun og smíði tækja til geislamælinga þótt ekki skorti
þar fé til tækjakaupa. Á Risö þurfti mjög veik sýni og geislamælar
þeir, sem þá voru fáanlegir, uppfylltu engan veginn þær kröfur sem
gera þurfti. Ný teljarakerfi voru hönnuð og smíðuð sem reyndust mjög
vel. Pegar ég hóf störf við Eðlisfræðistofnun Háskólans þurfti svipuð
tæki þar og var þá eðlilegt að nýta þá tækni sem hafði verið þróuð á
Risö. Um svipað leyti hófst smíði Magna, sem þegar hefur verið rakin.
Pegar styrkur fékkst til tvívetnis- og þrívetnisrannsókna frá Alþjóða
kjarnorkustofnuninni 1960 þurfti að nýta hann vel til að unnt væri að
koma í framkvæmd svo umfangsmiklum rannsóknaverkefnum. Með
því að smíða meginhluta rafeindatækjanna hér heima tókst að ná
endum saman og leysa verkefnið í tæka tíð.
Undirbúningur þrívetnismælinganna hófst 1960. Porbjörn var
laginn að nota vel reynslu annarra. Hann hafði lesið lýsingu af tækjum
þrívetnisstofu í Stokkhólmi, sem honum leist vel á, og þangað leitaði
hann ráða. Forstöðumaður stofunnar, Östlund, brást vel við og var ég
sendur þangað og fékk þar upplýsingar og fyrirgreiðslu sem
auðvelduðu mjög að koma verkefninu í framkvæmd. Kerfi okkar var
allt heimasmíðað nema hvað sjálfir þrívetnisnemarnir voru smíðaðir á