Andvari - 01.01.1989, Page 52
50
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
íslands. Við Örn ákváðum þá ásamt Birni Kristinssyni, rafmagnsverk-
fræðingi, að stofna fyrirtæki með það djarfa markmið að framleiða
geigerteljarakerfi sem byggðust á nýrri gerð geigernema, sem ég hafði
hannað í Danmörku fjórum árum fyrr, en geigerkerfin voru einungis
ætluð til útflutnings. Ennfremur var fyrirhugað að vinna að hönnunar-
og smíðaverkefnum sem kynnu að fást. Fyrirtækið fékk nafnið Raf-
agnatækni.
Við höfðum lítinn tíma til að undirbúa stofnun fyrirtækisins því við
trúðum því til hins síðasta að deilan mundi leysast og áttum því engin
tæki til að vinna með, ekkert efni til að smíða úr og ekki þak yfir
starfsemina. Við snérum okkur til Porbjörns og spurðum hann hvort
Eðlisfræðistofnun gæti veitt okkur nokkra aðstoð meðan við værum
að koma undir okkur fótum. Þorbjörn samþykkti þetta og næstu fjóra
mánuði komum við til vinnu okkar í húsnæði Eðlisfræðistofnunar,
þegar aðrir starfsmenn hennar hættu, og unnum þar til snemma morg-
uns næsta dag. Með þessu móti fengum við húsnæði, aðgang að öllum
þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg voru við smíðina og efnið
fengum við úr lager stofnunarinnar. Fjórum mánuðum síðar höfðum
við tekið á leigu ágætan bílskúr í Smáíbúðahverfinu og keypt lager fyrir
tækjasmíðina og gátum nú gert upp það sem við höfðum fengið að láni.
Um húsaleigu var hinsvegar aldrei talað, en á móti reyndum við að
leggja Eðlisfræðistofnun lið í ýmsum verkefnum.
Fótt megináhugamál Þorbjörns hafi verið bundin grunnrannsóknum
var hann ætíð reiðubúinn að leggja nytjarannsóknum lið eins og þessi
stuðningur hans sýndi. Án þess stuðnings sem hann veitti okkur þre-
menningunum hefði Rafagnatækni, sem er elsta íslenska rafeindafyr-
irtækið, aldrei orðið til.
Tveimur áratugum síðar réðst Eðlisfræðistofa Raunvísindastofn-
unar í umfangsmikið hönnunar- og smíðaverkefni fyrir íslenskar fisk-
vinnslustöðvar. Þetta starf byggðist á hinni umfangsmiklu reynslu á
sviði rafeindatækni sem nú var komin á Raunvísindastofnun og sem
Þorbjörn hafði lagt grundvöll að. Álitlegir möguleikar blöstu við en að
okkar mati var hætta á að íslendingar misstu af þessu tækifæri. Með
fjárhagslegum stuðningi nokkurra frystihúsa og opinberra sjóða var
stórt hliðarspor tekið í starfsemi Eðlisfræðistofu til að reyna að nýta þá
möguleika sem við blöstu og leggja grundvöll að framleiðslu voga- og
tölvukerfa fyrir íslensk frystihús. Rögnvaldur Ólafsson stjórnaði þró-
unarstarfinu. Skoðanir voru skiptar um verkefnið og töldu sumir að