Andvari - 01.01.1989, Page 53
ANDVARI
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON
51
ekki ætti að vista verkefni af þessu tagi við Háskólann og líktu því við
illgresi í rósabeði. Þorbjörn, sem þá hafði dregið sig í hlé frá stjórnun-
arstörfum, taldi að gróðurinn hefði ekki verið rétt greindur, frekar
mætti segja að þetta væri smáragróður, sem yki gróðursæld moldarinn-
ar og byggi þannig í haginn fyrir rósirnar, og studdi hann verkefnið
eindregið. Upp af þessu spratt fyrirtækið Marel h/f en verkefnið færði
Eðlisfræðistofu reynslu og þekkingu á sviði örtölvutækni, sem síðan
hefur verið ómetanleg í margvíslegu þróunarstarfi stofunnar.
Um það leyti sem þessar línur eru skrifaðar er verið að stofna enn
eitt rafeindafyrirtæki, sem sprettur af rannsóknarstarfi á Eðlis-
fræðistofu, og er það að vissu leyti framhald þeirrar starfsemi sem
Þorbjörn studdi svo drengilega fyrir tæpum þremur áratugum, þegar
Rafagnatækni var komið á fót.
Það yrði langur listi ef telja ætti upp öll þau verkefni á Eðlis-
fræðistofnun og Raunvísindastofnun Háskólans þar sem hönnun og
smíði rafeindatækja var mikilvægur þáttur. Án hinnar umfangsmiklu
tækjasmíði hefði ekki verið mögulegt að ráðast í mörg hinna stærri
viðfangsefna. Auk þess hafa tæki verið smíðuð fyrir margar aðrar
rannsóknastofnanir. Þorbjörn var frumkvöðull þessa starfs og burðar-
ás um langt skeið.
XVII Hraunkœling
Hinn 14. nóvember 1963 hófst gos í hafinu suður af Vestmannaeyjum,
þar sem Surtsey átti eftir að rísa. Síðla sama dags var Þorbjörn kominn
austur á Kambabrún ásamt starfsfólki Eðlisfræðistofnunar til að fylgj-
ast með tilkomumikilli sjón sem þar blasti við. Þorbjörn átti á næstu
árum eftir að fara fjölmargar ferðir út í nýju eyjuna og stunda þar
margvíslegar jarðeðlisfræðilegar rannsóknir, en segul- og jarðskjálfta-
niælingar hans þar hafa þegar verið nefndar. Hér ætla ég einungis að
segja frá einni þessara ferða.
Þorbjörn hafði fengið með sér þrjá röska menn út í Surtsey í sérstök-
um erindagerðum. Hann hafði frá upphafi Surtseyjargossins haft góð
samskipti við Landhelgisgæsluna, en forstöðumaður hennar, Pétur
Sigurðsson, lagði vísindamönnum þá oft gott lið. Skammt undan
eyjunni lónaði nú eitt af varðskipunum og vann þar að athugunum, en