Andvari - 01.01.1989, Page 55
ANDVARI
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON
53
XVIII Kennsla í verkfrœði og raunvísindum
Kennsla og stjórnunarstörf eru eðlilega meginþáttur í starfi háskóla-
kennara, og þennan þátt vil ég ræða nokkuð. Ég kynntist Þorbirni
Sigurgeirssyni fyrst þegar hann kenndi okkur verkfræðinemum eðlis-
fræði á árunum 1947-50. Auk Þorbjörns kenndu Leifur Ásgeirsson,
Trausti Einarsson og Guðmundur Arnlaugsson okkur stærðfræði og
eðlisfræði. Guðmundur var afburða kennari. Hann kom mjög vel
undirbúinn til hverrar kennslustundar, notaði töfluna sem góður lista-
maður hljóðfæri sitt, var flugmælskur og hafði óvenju næmt skyn á
hversu vel nemendum gekk að skilja efnið. Ef eitthvað stóð í okkur var
eins og hann skynjaði það og þá fór hann sérstaklega rækilega í þau
atriði um leið og hann horfði út í kennslustofuna til að fylgjast með
hvenær efnið væri komið til skila. Leifur var líka afskaplega vandvirk-
ur, en hann fór jafnvandlega í allt án þess að vita hvenær nemendur
misstu niður þráðinn. Trausti var oft líflegur, fann oft lýsandi dæmi, en
stundum virtist hann áhugalítill og skorti þá nokkuð á góðan undir-
búning. Lorbjörn var sem blanda af þessum þremur kennurum. Ég hef
þegar sagt frá verklegum æfingum hans, sem voru frábærar. Hann
undirbjó sig vel undir fyrirlestra sína og skýrði oft erfið atriði með
einföldum dæmum, sem opnuðu nemendum nýja innsýn í efnið. Hann
talaði fremur hægt og hikandi og var sem hann legði of mikla áherslu á
nákvæma lýsingu á efninu og olli þetta nokkurri óþolinmæði hjá nem-
endum. Hann skynjaði ekki jafn vel og Guðmundur þegar nemendur
gátu ekki fylgst með efninu og voru enn að reyna að ná þræðinum frá
næstsíðasta fyrirlestri.
Þegar Þorbjörn var skipaður prófessor við verkfræðideild Há-
skólans 1957 voru að jafnaði 8 nemendur í hverjum árgangi. Nem-
endafjöldinn hélst mjög stöðugur frá því að kennsla var tekin upp í
verkfræði haustið 1940 allt fram til 1965. Á síðari hluta þessa tímabils
voru íslenskir stúdentar teknir að sækja í vaxandi mæli í verkfræðinám
erlendis án þess að taka fyrrihluta hér heima, vegna þeirra skilyrða,
sem þeir þurftu að uppfylla til að fá inngöngu í deildina, en vafalítið
eitthvað vegna þeirrar stöðnunar sem þar var farið að gæta.
Haustið 1960 gekkst Verkfræðingafélag íslands fyrir ráðstefnu um
menntun í verkfræði og náttúrufræðum. í tillögu sem var lögð fyrir
ráðstefnuna var skorað á Háskólann og Alþingi að auka og endur-