Andvari - 01.01.1989, Síða 56
54
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
skipuleggja kennslu í verkfræði, auka rannsóknir í náttúruvísindum og
taka upp kennslu til fyrrihluta í eðlisfræði og stærðfræði. Þessi tillaga
hefur trúlega þótt ganga of langt því styttri ályktun var samþykkt þar
sem einungis var lagt til að verkfræðikennslan yrði endurskoðuð.
Um þessar mundir var aðsókn að menntaskólum, og sérstaklega að
stærðfræðideildum þeirra, tekin að aukast verulega. Til að mæta þessu
var tekin upp kennsla til BA-prófs í stærðfræði og eðlisfræði, en lítið
var gert til að bæta aðstöðu við kennsluna svo takmarkað gagn var að
þessari breytingu. Það var ekki fyrr en að Háskólanefndin skilaði áliti
sínu 1969 að verulegur skriður komst á eflingu kennslu í verkfræði og
raunvísindum við skólann. í framhaldi af þessu voru húsnæðismál og
fyrirkomulag kennslunnar tekin til endurskoðunar. Leiddi þetta til að
tekið var upp fjögurra ára nám í verkfræði og þriggja ára nám til BS
prófs í raungreinum og nafni deildarinnar var breytt í Verkfrœði- og
raunvísindadeild. í þessu starfi tók Þorbjörn mikinn þátt, bæði með
aðild að nefndum sem skipulögðu breytingarnar og sem deildarforseti
hluta þessa tímabils. Sú saga verður ekki rakin frekar hér.
Persónuleg ráðgjöf fyrir nemendur er oft mikilvægur þáttur í starfi
kennara. Þetta á ekki hvað síst við í grein sem er í svo örum vexti sem
eðlisfræðin hefur verið hér á landi síðustu ártugi, þá hafa nemendur
enn meiri þörf fyrir margvíslegar leiðbeiningar. Vorið 1950 lagði ég
leið mína í lágreist hús milli kartöflugarðanna í Kringlumýrinni. Ég var
farinn að efast um val mitt á rafmagnsverkfræði því hugur minn hafði
hneigst æ sterkar að eðlisfræði. Því leitaði ég nú ráða hjá Þorbirni. Mér
þykir sennilegt að stór hluti þeirra 150 eðlisfræðinga, sem nú hafa lokið
námi, hafi leitað til hans í svipuðum erindagjörðum.
Annar þáttur þessara samskipta hefur ekki síður verið mikilvægur,
en það er sumarvinna nemenda við rannsóknaverkefnin. Þegar á fyrsta
starfsári Eðlisfræðistofnunar hringdi B jörn Sigurðsson í Þorb jörn til að
grennslast fyrir vin sinn um sumarvinnu fyrir pilt, sem var að Ijúka
fyrsta vetri sínum í Menntaskólanum í Reykjavík. Björn spurði var-
færnislega hvort eitthvert verkefni væri að finna fyrir drenginn sem
hefði brennandi áhuga á eðlisfræði. Pilturinn, Þorsteinn Halldórsson,
var kallaður til viðtals. Vakti þekking hans á nútímaeðlisfræði undrun
Þorbjörns og var hann ráðinn samstundis til vinnu um sumarið. Ör-
lögin höguðu því svo til að um aldarfjórðungi síðar var pilturinn, sem
þá starfaði erlendis, skipaður í prófessorsstöðu Þorbjörns, þegar hann
hafði látið af störfum, en af ýmsum ástæðum hætti Þorsteinn við að