Andvari - 01.01.1989, Page 60
58
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
aftur. Síðan var aftur lagt upp hrygginn, og nú var bensínið gefið í botn,
en allt fór á sömu leið. Þorbjörn hugsaði sig nú um nokkra stund og
þóttist sjá að vatn hefði komist í bensínið og í brattanum og við
hristinginn tæki mótorinn inn á sig vatnsblandað bensín. Einasta ráðið
væri að reyna að bakka upp melinn. Okkur þremenningunum var nú
skipað að fara út úr bílnum og Þorbjörn gaf enn bensínið í botn, en nú
var ekið aftur á bak. Það var að sjálfsögðu mun erfiðara að hafa stjórn á
bílnum á þennan hátt, hann hentist til á leiðinni upp brekkuna en hélt
þó réttri meðalstefnu og náði loks upp á hrygginn.
Af því sem hér að framan hefur verið rakið um fjölþætt störf Þor-
björns mætti ætla að hann hafi lítinn tíma haft aflögu í önnur störf. Svo
var þó ekki, því hátt í fjóra áratugi vann hann með fjölskyldu sinni
mikið og árangursríkt skógræktarstarf. Fyrst hóf hann að planta trjám í
Straumshrauni suður af Hafnarfirði. Þetta reyndi á þolinmæði hans og
þrautseigju, því einnig á þessu sviði var hann frumkvöðull. Þá var ekki
enn vitað hvaða trjátegundir mundu helst dafna í hrauninu. Þrátt fyrir
áföll í byrjun hélt hann ótrauður áfram. Þegar búið var að fylla svæðið
sem hann hafði þar í hrauninu útvegaði hann sér nýtt gróðursetning-
arland austur í Skarfanesi í Landsveit.
Þorbjörn Sigurgeirsson var grannur maður en sterkbyggður, með-
almaður á hæð. Hann var rammur að afli, seigur og þolinmóður. Andlit
hans og allt hans fas var sem í fullu samræmi við skapgerð hans, þar
mátti sjá festu og einkenni þess manns sem fer sér hægt en nær settu
marki.
Ætla mætti að maður sem fékk svo miklu framgengt hafi verið
mælskur, fylginn sér og hafi notað hvert tækifæri sem gafst til að tala
fyrir málum sínum. Því fór þó fjarri. Hann var hlédrægur, talaði hægt
og rólega og íhugaði nærri hvert orð. Ég veit aðeins til að hann hafi
farið þrisvar á fund stjórnvalda vegna beiðni um fé til rannsókna og í
eitt skiptið var það til að leggja máli lið sem var honum óskylt. Með
hæglátu fasi sínu vann hann hinsvegar traust hvers manns. Þegar
honum var afhent stúdentastjarnan fyrir vel unnin störf að eðlis-
fræðirannsóknum við Háskólann rakti forsvarsmaður stúdenta feril
Þorbjörns. í ræðu sinni þar á eftir lagði Þorbjörn ríka áherslu á að
góður árangur hefði náðst í uppbyggingu rannsóknanna vegna þess að
hann hefði verið studdur vel af hópi f jölda manna. Þessi stuðningur átti
vissulega drjúgan þátt á þeim árangri sem Þorbjörn náði á starfsferli