Andvari - 01.01.1989, Page 63
ANDVARI
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON
61
álasa Þorbirni fyrir að dreifa svo mjög kröftum sínum. En þá verður að
svara spurningunni, hvað hefði þá orðið um öll hin verkefnin, sem
hann átti svo mikinn þátt í að hrinda af stað, hvað hefði orðið um
segulmælingastöðina, ef hann hefði fylgt geimgeislarannsóknum sín-
um vel eftir? Hvenær hefði Eðlisfræðistofnun Háskólans komið, hve-
nær Raunvísindastofnun, hvenær ísótópamælingarnar, hvenær segul-
kortlagningin, hvenær þetta, hvenær hitt? Með þessu er ég ekki að
leika mér að ef-spurningum heldur vil ég reyna að beina athyglinni að
forustuhlutverki Þorbjörns. Aðrir urðu „að taka við svo eitthvað
gengi.
Nauðsynlegt er að gera sér þetta ljóst þegar starf Þorb jörns er metið.
Hann var umfram allt brautryðjandi. íslensk rannsókna- og þróunar-
verkefni, í grunn- jafnt sem nytjarannsóknum, eru mörg sem beint eða
óbeint má rekja til starfa Þorbjörns Sigurgeirssonar. Sá hópur vís-
indamanna er fjölmennur, sem beint og óbeint á starf sitt að þakka
lífsverki hans. íslenska þjóðin nýtur árangurs þessa margþætta starfs,
þess að Þorbjörn beitti sér á svo breiðu sviði og varði kröftum og tíma í
að hrinda af stað nýjum verkefnum, en leyfði sér aldrei þann munað
sem felst í því að kafa djúpt í það verkefni sem áhugaverðast var og
hefði vafalítið getað fært honum alþjóðlegan frama.
TILVÍSANIR
1) Kristinn E. Andrésson: „íslenzk vísindastarfsemi. Viðtal við Þorbjörn Sigurgeirsson
prófessor, forstöðumann Eðlisfræðistofnunar Háskólans". Tímarit Máls og menningar
1965 (26. árg.), bls. 15.
2) Guðmundur Arnlaugsson: „Liðnar stundir. Nokkrar minningar frá árunum 1936-45“. 7
hlutarins eðli. Afmœlisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor. Reykjavík 1977,
bls. 11-12.
3) Sigurður Steinþórsson: „Sigurður Þórarinsson“. Andvari 1985 (110. árg. ), bls. 32.
4) Kristinn E. Andrésson: Sama rit, bls. 8-9.
5) Þorbjörn Sigurgeirsson: „Geimgeislar.“ Tímarit Verkfrœðingafélags íslands 1949
(34.árg.), bls. 77-90.
6) Kristinn E. Andrésson: Sama rit, bls. 10.
7) Kristinn E. Andrésson: Sama rit, bls. 10.
8) Bréf í skjalasafni Eðlisfrœðistofnunar Háskólans.
9) Þorbjörn Sigurgeirsson: Aldursákvörðun á ungu basalti með kalíum-argon aðferðinni.
Eðlisfræðistofnun Háskólans, fjölrit, 1962.
10) Arsskýrsla Kjarnfræðanefndar íslands, 1956.
11) Björn Sigurðsson: Uppkast að greinargerð, 1959.
12) Rit Stúdentaakademíu I. Eðlisfrœðirannsóknir við Háskóla íslands, 1969, bls. 28.
13) Rit Stúdentaakademíu I, bls. 27-29.
14) Rit Stúdentaakademíu 1, bls. 29-30.
15) Kristinn E. Andrésson: Sama rit, bls. 15.