Andvari - 01.01.1989, Side 67
ANDVARI
Á ALDARAFMÆLI GUNNARS GUNNARSSONAR
65
Skáldverk eru hús sem hreyfast, og vegir mannanna breytast. Sá gildaskáli
sem í dag stendur á miðjum vegi kann á morgun að vera þvert úr þjóðbraut.
Spyrja má: — Hafa íslenskir lesendur almennt nokkurn tíma þegið það
gestaboð, þann veislufagnað sem skáldskapur Gunnars Gunnarssonar er í
húsi verka hans? Eru þeir reiðubúnari til þess fagnaðar nú en þeir voru fyrir
þremur aldarfjórðungum eða hálfri öld? Eða liggur þjóðbrautin enn fjær
kirkju Gunnars en áður?
Af því segir í fornum fræðum um Óðin, guð rúna, töfra og skáldskapar, að
hann fór víða og brást í ýmsa hami.
I þessum goðsögnum birtist djúpsær skilningur á eðli skálda og skáld-
skapar. Sérhvert dugandi skáld er Óðinn, skapandi og almáttugur í ríki sínu,
sjónhverfingameistari, lifir á sjálfum sér óteljandi hamskipti sköpunarverks
síns.
En hamskiptasögur lýsa líka harmleik og sársauka þeirra örlaga að lifa í
tveimur heimum, þeirra örlaga að eiga sjö börn á landi og sjö í sjó.
í fátækt okkar eigum við öll eitthvað af þessu eðli skáldsins. Öll skiptum við
einhvern tíma að einhverju leyti um ham.
I lífsverki sínu hlaut Gunnar Gunnarsson ekki aðeins að lifa þau hamskipti
sem sköpun ólíkra persóna og ólíkra heima, sem sköpun skáldverks krefst af
höfundi sínum.
Hann freistaði þeirra hamskipta, sem e.t.v. voru meðal hins ómögulega og
hann ætlaði sér. Hann gerðist rithöfundur á tveimur tungumálum.
Við, sem berjumst við það langa ævi að verða nokkurn veginn sendibréfs-
faer á okkar eigin móðurmáli, getum trauðla gert okkur grein fyrir hvílíkt
afrek það er að ná slíku valdi á útlendu máli að vera talinn til sagnameistara
meðal þeirrar þjóðar, er það talar, og það sem e.t.v. er meira — öðlast ást og
virðingu lesenda þessarar þjóðar.
Gunnari tókst þetta töfrabragð hamskiptaævintýrsins og ekki honum ein-
um. Fríð fylking ungra íslenskra rithöfunda lék sama leikinn í Danmörku á
fyrstu árum aldarinnar. Ég minni á Jóhann Sigurjónsson og Guðmund
Kamban.
Hvernig verður þetta undur skýrt?
Eigum við ekki að trúa því að snilli þeirra og hæfileikar hafi mestu valdið?
^ó má líka nefna tvo þætti í ytri aðstæðum, sem áreiðanlega gerðu þeim
leikinn auðveldari.
Eftir uppkastskosningarnar 1908 og þá pólitísku spennu sem af þeim leiddi
var venju fremur vakandi í Danmörku áhugi á íslandi og íslenskum efnum, og
1 annan stað var tíðarandi bókmenntaheims Norðurlanda þeim hallkvæmur á
þessum árum.
Nýrómantískar átthagabókmenntir voru í tísku. Svíar áttu sína Selmu
Lagerlöf, Norðmenn Knut Hamsun. Þó að æskuvinir Gunnars eins og jósku
5