Andvari - 01.01.1989, Síða 71
ANDVARI
Á ALDARAFMÆLI GUNNARS GUNNARSSONAR
69
í auðugu persónusafni fjölda gamansamra lífsspekinga, og atvik þeirra lýsa
hinu kátlega oft ekki miður en því harmþrungna. Sem betur fer felst sann-
leikur um lífið líka í brosinu.
í erindi sem ég flutti um skáldskap Gunnars fyrir tveimur áratugum komst
ég svo að orði að höfuðeinkenni verka hans væri tvíhyggja.
Ég er enn sömu skoðunar, en nú lít ég nokkuð öðrum augum á þá tvíhyggju
— eða eigum við að kalla það þráttarhyggju — sem er hreyfiafl skáldskapar
hans.
Þá þótti mér sem tvíhyggja Gunnars væri annars eðlis en hin klassíska eða
rómantíska tvíhyggja þar sem höfundar leituðu samræmis og jafnvægis,
freistuðu þess að sætta andhverfur í einni samhverfu. Mér þótti tvíhyggja
Gunnars sjaldnast leiða til sátta, heldur markaðist höfundarverk hans af
ævarandi baráttu, óljúkanlegri Jakobsglímu.
Verk hans væru ekki lukinn hringur fullkomleikans, fremur í ætt við beinar
örvar sem hann beindi án afláts út í óendanleikann.
Nú þykir mér tvíhyggja Gunnars rómantískari en áður. Ég þykist í verkum
hans eygja sátt, eða a.m.k. drauminn um mögulegar sættir.
Og sá draumur er rómantískur, e.t.v. er það hinn eilífi draumur mannsins
um Paradís.
Ef það er rétt, að allar bókmenntir heimsins séu ekki annað en molar af
borðum Hómers, eru þær líka og ekki síður bergmál af bókum Móse.
Öll höfum við lifað Édenstilveru fortíðar — eigin bernsku eða liðinna alda.
Eftir syndafall er samtíðin eyðimerkurganga með þrautum og þorsta, þar
sem einstaka manni lánast að slá svalandi vatn af kletti. Öll ölum við
drauminn um Paradís framtíðar, fyrirheitna landið — ef ekki þessa heims þá
annars.
Þetta goðsögulega ferli býr í öllu höfundarverki Gunnars þó að það birtist
skýrast í sögu Ugga Greipssonar og leið hans frá Sesselju Ketilbjarnardóttur
á Knerri til Cæcilie Jacobsen í Karlottulundi.
Tvíhyggja Gunnars birtist jafnt í sköpun ólíkra persóna sem samantefling
andstæðra viðhorfa.
Hér gerist varla þörf að minna á andstæð pör í sögum hans eins og syni
Örlygs á Borg, Ormar og Ketil, séra Sturlu og Thordsen verslunarstjóra í
Ströndinni, Ingólf og Hjörleif í Fóstbræðrum, Grím Elliðagrím og Pál Ein-
arsson íSælir eru einfaldir, eða hinar mörgu andstæðu tvenndir sem umlykja
Ugga Greipsson í Kirkjunni á fjallinu: afana á Knerri og Fjalli, systurnar
Mensaldursdætur, móður hans og stjúpu.
Meira varða þó þau andstæðu lífsviðhorf sem einatt eru átakaás verka
hans.
Um hvað snúast þau átök? í einföldunarinnar nafni gætum við sagt að þau
standi á milli góðs og ills. í sumum elstu verkum hans, þar sem persónusköp-