Andvari - 01.01.1989, Page 72
70
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
unin er óflóknari en síðar varð, birtast persónur sem nánast eru holdtekja
mannlegrar illsku, svo sem séra Ketill og Páll Einarsson.
Þessi átök góðs og ills, jákvæðis og neikvæðis birtast í margvíslegum
myndum: sem átök trúar og trúleysis, átök heilleika og sundrungar, átök
varnarleysis og valdboðs, átök einstaklingshyggju og mannlegrar sam-
ábyrgðar.
Af þessu leiðir að söguhetjur Gunnars standa einatt frammi fyrir vali, þær
standa á vegamótum, á mörkum tveggja heima, á mótum tveggja lífsmögu-
leika með siðrænum og tilvistarlegum kröfum sínum.
Má ég minna á bræðurna Ormar og Ketil í Sögu Borgarœttarinnar, Úlf
Ljótsson í Vargi í véum, Ugga Greipsson, Jón Arason, Arnarhvolsfeðga í
Jörð, Runúlf goða og Sverting son hans í Hvíta Kristi.
Á þeim krossgötum, þar sem val stendur, skynja ýmsar söguhetjur Gunn-
ars sig bornar fram af máttugum örlögum. Svo er Ingólfi Arnarsyni innan-
brjósts þegar hann skynjar að ísland hefur numið sál hans. Svo fer Jóni
Arasyni er hann lítur Hólastað.
Þessar söguhetjur skynja köllun sína, köllun örlaga sinna, köllun guðs.
Slíka köllun hefur Gunnar Gunnarsson sjálfur skynjað, ef við megum trúa því
að Uggi Greipsson sé mynd hans.
Er Uggi yfirgefur jörð feðra sinna, lætur í haf til þess að freista frama síns á
erlendri grund, rifjast upp fyrir honum nokkur atvik sem réðu vali hans.
í huga sér lítur hann mynd af lífi dalabændanna, forfeðra sinna, öld eftir
öld.
Upp af grágrýtinu og grjótkörlunum brýst út logi, er ber við himinskaut, bjartur og
spakur, loginn frá hinum síbrennandi þyrnirunni þjakaðs lífs.
Rödd guðs hefur gefið sig til kynna.
Á þessum orðum lýkur Nótt og draumi.
Bæði Uggi Greipsson og Gunnar Gunnarsson fylgdu köllun sinni, lutu
örlögum sínum, hlýddu rödd guðs. í*að er loginn frá hinum síbrennandi
þyrnirunni þjakaðs lífs sem lýsir gjörvallt höfundarverk Gunnars Gunnars-
sonar og leit hans að lífsskilningi, þá leit að sannleika um mannlega tilvist,
sem var draumur hans að birta í verkum sínum.
Gunnar hefur lýst því hvílíkt reiðarslag fyrri heimsstyrjöldin var honum.
Heimsmynd hans og lífstrú hrundu. ,,Mér blæddi inn,“ sagði hann. Öll gildi
voru tekin til endurmats, veröldin var í rústum, guð dauður, mennirnir
sjórekin lík á strönd lífsins. í verkum sínum frá þessu skeiði lýsir hann
mönnum í uppreisn gegn guði og örlögum sínum. Mönnum sem ekki sætta sig
við sköpunarverkið, holum mönnum, hálfum mönnum. Heilleiki lífsins var
brostinn.