Andvari - 01.01.1989, Page 73
ANDVARI
Á ALDARAFMÆLI GUNNARS GUNNARSSONAR
71
Þrátt fyrir allt lauk þessu örvæntingarskeiði í þeirri von sem er lokaboð-
skapur sögumanns í Sælir eru einfaldir:
„Ástundið að auðsýna náunganum umburðarlyndi og góðsemi.“
Án vonar, ekkert líf, sagði annað íslenskt skáld löngu síðar.
Þrátt fyrir allt hljótum við að freista þess að lifa í þessum grimma heimi.
Slíkt er hörkuleg bjartsýni.
Upp frá þessu bölsýnisskeiði virðist mér höfundarverk Gunnars markast af
leitinni að jörð til að standa á, leitinni að lífsgildum sem staðist geti.
Sú leit liggur yfir eigin uppruna og rætur í sögu Ugga Greipssonar til verka
hans á fjórða áratugnum.
í fjölbreytilegu myndasafni mannlegs lífs í skáldsögum Gunnars hefjast
smám saman úr togstreitu andstæðra skauta þær eigindir er hann framar öðru
virðist setja traust sitt á.
Ég nefni áhersluna á mannlega samábyrgð, sem birtist í Svarfugli, fórnfýsi
og þjónustu sem einkennir líf Benedikts í Aðventu.
Mikilvægasta breytingin á höfundarferli og afstöðu Gunnars liggur þó frá
afneitun, uppreisn og útlegð æskuverkanna — ósættinu við sköpunarverkið
og örlögin — til lífstrúar og lífsjátunar sem koma fram í dulúðugri tilbeiðslu
jarðarinnar sem móður alls lífs og sáttar við frumlög lífsins.
Þessi afstaða birtist til hvað mestrar fullnustu í skáldsögunni Jörð og
áþekkar skoðanir setur hann fram í fyrirlestri sínum um norræna örlagahugs-
un þar sem hann sagði:
Örlög mun upphaflega hafa táknað lögmálið í og yfir öllu: frumlög þau er framvinda
tilverunnar hlítir og hlíta verður.
Hann telur að þeir sem hlíta þessum lögum verði hamingjumenn, þeir sem
brjóta gegn þeim gerast níðingar. í auðmýkt fyrir frumlögum lífsins skulum
við taka þátt í sköpun eigin örlaga og alls lífs. Hann lauk fyrirlestri sínum á
þessum orðum:
Þú og þessi stund eruð hluti af kjarna tilverunnar. Þú ert þáttur skapa, er hafa verið, eru
og verða. í þér og gegnum þig skapar máttur lífsins. Þetta augnablik og loftið, sem þú
andar að þér og sem nærir þig, eruð óaðskiljanlegur hluti eilífðarinnar. Minnstu þess og
hegðaðu þér í samræmi við þá vitund.
Frá glímu við guð til sáttar við örlögin.
Var það leið Gunnars Gunnarssonar?
Stundum efast ég um það þó að ljóst sé að hann ól með sér rómantíska þrá
eftir heimi þar sem ýtrustu andstæður upphefjast í samræmi og jafnvægi.
Ef Gunnar Gunnarsson birti sjálfsmynd sína ungs í persónu Ugga Greips-
sonar í Kirkjunni áfjallinu, virðist mér jafnljóst að hann birti draumsýn sína