Andvari - 01.01.1989, Page 75
SIGFÚS DAÐASON
Óstýrilátur og bljúgur
Um nýútgefin Þórbergs-rit
Á þessu ári hefur verið minnst aldarafmælis Þórbergs Þórðarsonar, þótt raunar muni hann
fæddur 1888, eins og löngu er kunnugt. En í tilefni þessa hefur Sigfús Daðason samið
eftirfarandi grein að beiðni Andvara. í ritinu árið 1981 birtist æviágrip Þórbergs eftir Sigfús,
ásamt skrá um verk hans og heimildir um hann, sem tekin er saman af Jónínu Eiríksdóttur.
Ritstj.
I
Nokkrar bækur með áður óprentuðum ritum eftir Þórberg Þórðarson hafa
komið út á þeim hálfum öðrum áratug sem liðinn er frá dauða hans. Fyrst
kom raunar fjórða bók bernskuminninga hans, prentuð í / Suðursveit, en
óvæntust var bókin með bréfum Þórbergs til barnsmóður sinnar, Bréftil Sólu,
sem gefin var út 1983. Mestan þekkingarauka um mótun Þórbergs, um
skapgerð hans og sjálfsuppeldi er hinsvegar að sækja í þrjár bækur með áður
óútgefnum ritlingum, bréfum og dagbókarköflum: Ólíkarpersónur (1976),
Ljóri sálar minnar (1986), og Mitt rómantíska æði (1987). Hér verður fjallað
dálítið um tvær síðastnefndu bækurnar.l)
Þessar bækur tvær eru mjög ólíkar að efni og samsetningu. í fyrri bókinni
fer all-mikið fyrir ritgerðum eða drögum að ritgerðum, og voru sumar þeirra
á sínum tíma látnar í skrifuð félagsblöð eða skólablöð, eða ætlað að koma í
slíkum málgögnum. Þetta er svipað efni og greinarnar sem prentaðar voru í
Olíkum persónum. Einna skemmtilegast af þessum toga er hinn langi palla-
dómur um Þorleif Gunnarsson vin Þórbergs, og þó einkum bréf Þórbergs til
Þorleifs. Bréfin til Þorleifs eru merkileg heimild, þó að nokkur ungæðisbrag-
þr sé á þeim, en við þessi bréf studdist Þórbergur þegar hann var að semja
Islenzkan aðal. Af þessu tagi er líka skilnaðarkveðja sem Þórbergur ,,ætlaði
sér“ að flytja félögum sínum vorið 1910; Þórbergur er þá tuttugu og tveggja
ara, og er að vísu mælskur, en mælskan er öfgafull og ræðan heldur inni-
haldslaus sem varla er tiltökumál.