Andvari - 01.01.1989, Page 89
ANDVARI
PRESTAR Á VOGARSKÁLUM
87
djúpið en ef við gerum það þá líður okkur eins og við séum að ryðjast inn í
einkalíf sem er ennþá persónulegra en það sem gerist í svefnherberginu . . .
Ævisöguritarinn . . . verður að skrifa ævisögu án þess að nefna helstu afrek
söguhetjunnar.“ Með þessi orð í huga er það síður en svo auðvelt viðfangs-
efni að skrifa ævisögur presta. Þar speglar lesandinn sjálfan sig og vill finna
dýptina í eigin lífi með því að sjá og finna hvernig „andans menn“ hafa glímt
við örlagaspurningar lífsins sem einnig eru hans spurningar.
Þær endurminningabækur sem hér verður fjallað um eru sem sagt ekki
ævisögur í orðsins fyllstu merkingu. Engin er vísindaleg ævisaga, aðeins ein
getur kallast játning og er um leið sjálfsævisaga vegna þess að hún er rituð af
þeim manni sjálfum sem skoðar eigin ævi. Það er bók séra Árelíusar og skal
fyrst vikið að henni.
Séra Árelíus
Endurminningar séra Árelíusar svíkja engan; höfundur treystir lesandanum
og vill trúa honum fyrir leyndarmálum lífs síns. Hér er játning, þroskasaga —
kannski jafnvel skáldsaga á köflum.
Ævisagan lýsir ömurlegum uppvexti Árelíusar; hafi einhver verið utan-
garðsmaður hér á landi þá var það Árelíus í uppvexti sínum og sem fullorðinn
var hann síst sá maður sem féll inn í fjöldann. Á köflum fer Árelíus á kostum,
t.d. frásögnin af fermingardeginum, frásagnir af samskiptum hans og móður
hans (svo sem þegar Árelíus fer í fyrsta sinn að vinna fyrir sér við uppskipun,
bls. 189), frásögnin af Dídí er ljúfsár og fögur; þá eru ágætar lýsingar af
fósturmóður hans Sæunni, af dansmanninum Árelíusi og á leikjum barnanna,
m.a. þegar Árelíus leikur prest og hefur hlandkopp fyrir mítur (hvaðan
skyldu börnin á Barðaströndinni annars hafa haft vitneskju um mítur)!
Bestu kaflarnir sýna að Árelíus er rithöfundur af Guðs náð. Hann ritar
ýmist í fyrstu eða þriðju persónu og fer vel á því. Grundvallarmunur er á
þessu tvennu sem nýtist vel í frásögninni. í fyrstupersónufrásögninni er
höfundur hann sjálfur, hann fjallar huglægt um efnið. í þriðjupersónufrá-
sögninni myndar hann ákveðna fjarlægð frá sjálfum sér og textinn verður
eilítið hlutlægari — getur líka orðið skáldsagnarkenndari. Hins vegar hlýtur
lesandanum að gremjast að textinn er misjafn og stundum skortir nokkuð á
vandvirkni í frágangi hans frá hendi höfundar. En lesandinn er þó fús til að
fyrirgefa þegar hann leggur bókina frá sér, svo kröftug er hún og sönn.
Árelíus hefur verið einhver umdeildasti prestur hér á landi í áratugi. Hann
hefur þótt andgáfulegur, andguðfræðilegur og farið sínar eigin leiðir innan
kirkju sem utan. Prédikanir hans hafa oft þótt fullar væmni og viðkvæmni. En