Andvari - 01.01.1989, Page 90
88
GUNNAR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
samt hefur varla nokkur prestur á þessari öld átt slíkum vinsældum að fagna
af alþýðu manna sem Árelíus. Kannski vegna einlægni og hispursleysis. Hann
er maður fólksins í ákveðnum skilningi.
Árelíus stillir sjálfum sér upp sem frjálslyndum guðfræðingi og víðsýnum
þar sem umburðarlyndi er í hávegum haft — því miður gætir þess lítt hjá
Árelíusi sjálfum þegar rétttrúnaðarmenn eða „trúaða fólkið“ er annars
vegar, þá verður umburðarlyndi hans allheiftarlegt.
Séra Árelíus var einn þeirra presta sem mótuðu ímynd íslenska þéttbýlis-
prestsins og kannski setti enginn sterkari svip á þá mynd en hann. Svipað
gildir raunar um séra Jón Auðuns. Enda sáu þessi tveir prestar eftirhermum
iðulega fyrir efni, þeir voru nánast eins og fastir liðir í útvarpinu (messur og
jarðarfarir) og víða annars staðar lágu leiðir þeirra til þjóðarinnar. Báðir
töldu sig frjálslynda og voru andsnúnir kirkjulegum rétttrúnaði og nýrétt-
trúnaði. Engu að síður voru þeir miklar andstæður. Árelíus er að eigin
skilningi maður fólksins, lætur tilfinningarnar leiða sig, jafnvel afvegaleiða
eins og tilfinningum er gjarnt að gera. En það sem greindi þá að var félagsleg
staða þeirra, annar var ímynd hins góðborgaralega prests en hinn skeytti engu
öðru en því markmiði að fá liðsinnt hinum smæsta, svo andstæðurnar séu
settar á oddinn. Ævisaga séra Jóns Auðuns og ekki síst myndirnar sem prýða
bókina bera með sér að þar er vissulega ,,borgaralegur“ prestur og viðhorf
sem einkenna bókina sýna að þar er enginn verkalýðsleiðtogi á ferð. Það var
Árelíus raunar ekki heldur. Stuðningur hans við málstað smælingjanna virð-
ist einkum hafa verið fólginn í persónulegum samskiptum, hann leitaðist við
að gera það sem í hans valdi stóð þeim til hjálpar, en hann gerir enga tilraun til
þess að hafa áhrif á mótun þjóðfélagsins með kjör smælingjanna að viðmið-
un.
Ævisögur þeirra Sigurbjörns biskups, séra Sigurðar Hauks og séra Rögn-
valds eru ritaðar af öðrum en þeim sjálfum. Engin þeirra er játningarsaga,
engin trúir lesandanum fyrir neinum leyndarmálum. Allar eru þær ritaðar
vegna þrýstings frá útgefendum sem prestarnir hafa látið undan. Allir eru
þessir þrír prestar í fremstu röð sakir stílsnilldar. Allir hafa þeir farið á
kostum í töluðu og rituðu máli. Lesandinn hlýtur að spyrja sjálfan sig hvers
vegna þessir andans og orðsins menn hafi ekki skrifað sögur sínar sjálfir.
Þetta form á ævisöguritun virðist vera miður heppilegt til þess að ná fram
raunverulegri ævisögu. Undantekningar eru að vísu til og má þar minna á
samvinnu þeirra séra Árna Þórarinssonar og Þórbergs Þórðarsonar.