Andvari - 01.01.1989, Page 108
106
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
fyrir í landi — auk þess sem þau eru í bókinni sett í mjög róttækt alþjóðlegt
samhengi, innan um ljóð frá ýmsum heimshomum, m.a. kvæði frumstæðra
þjóðflokka. Öll eru þessi Ijóð í frjálsu formi; það er eins og Jóhannes ætli sér
að rjúfa gjörsamlega einangrun Islands með því að láta alla heimsbyggðina
tala til okkar í óbundnum ljóðum á íslensku. Þýðandinn vill svelgja með
okkur alheimsorkuna í löngum teygum, eins og Þórbergur Þórðarson segir í
klausunni sem stendur á undan þessari grein.
Hinsvegar held ég það sé fremur sjaldgæft í íslenskri nútímaljóðlist að
þýðingar séu í fararbroddi nýsköpunar. Ef við erum sama sinnis og Snorri
Hjartarson í áður tilvitnuðum orðum og teljum mest um vert að þýðingar fái
okkur „upp í hendurnar það sem hæst ber á hverjum tíma, ný viðhorf og
verkefni í nýju formi, nýjum söng“, þá er hætt við að við verðum fyrir
nokkrum vonbrigðum með hlut þýðinga í íslenska bókmenntakerfinu. En ég
held að við ættum að varast of einhlít viðhorf af því tagi. Mér finnst ekki síður
mikilsvert hvernig þýðingar hafa orðið til að gefa þessu kerfi fyllingu með því
að auka, skýra, árétta og jafnvel færa út þau umsvif í skáldskaparmálinu sem
íslenskir höfundar hafa oftast sjálfir átt frumkvæði að, ugglaust oft eftir að
hafa komist í „beint samband“ við erlenda ljóðagerð, þ.e. lesið frumtexta
erlendra skálda. Þýðingar geta þannig til að mynda dregið fram þær undir-
stöður og forsendur sem búa að baki módernisma eftir að hann er kominn
fram í íslenskri ljóðagerð. Og það eru iðulega hin módernísku skáld sjálf sem
standa að þessum þýðingum, eins og kom vel í ljós árið 1958 þegar Einar
Bragi og Jón Óskar gáfu út Erlend nútímaljóð með þýðingum eftir sjálfa sig
og fimm önnur ljóðskáld. Þeir segja í formála: „Allur þorri þýðinganna er
eftir formbyltingarskáld þau sem ærinn styrr hefur staðið um hér á landi
seinasta áratuginn, og má nokkuð marka af ljóðasafni þessu í hvaða félags-
skap þau hafa verið og eru.“15
Ég hygg að ýmsar þýðingar mætti íhuga út frá þessu bókmenntasögulega
sjónarhorni, þessari hugmynd um stöðu þeirra í bókmenntakerfinu. Ég nefni
sem dæmi þýðingar Geirs Kristjánssonar á ljóðum Majakovskís: Ský í buxum
og fleiri kvœði, en þær birtust 1965. Þá hafði módernismi þegar rutt sér til
allmikils rúms í íslenskri ljóðlist, en ég held að Geir hafi með þessum
þýðingum slegið á íslensku tón sem hvorki gaf að heyra í formvönduðum,
þjóðhollum ljóðum atómskáldanna, né í því hispursleysi í formi og efnis-
tökum sem einkennir Ijóð Dags Sigurðarsonar og Jónasar Svafárs. Jafnframt
hefur þá Geir líklega skapað og virkjað einhverja ,,einingu“ í íslensku bók-
menntakerfi, einingu sem jafnframt vinnur að því að skilgreina stöðu annarra
eininga. (Með því að nálgast vandann svona er jafnframt hægt að sleppa
vafasömum spurningum um „áhrif“ þýðinga á ,,innlenda“ ljóðagerð.)
Einnig mætti eftir þessum leiðum nálgast ljóðaþýðingar Jóns Óskars, en
mér sýnist hann leitast við að endurskapa á íslensku hina frönsku ,,hefð“