Andvari - 01.01.1989, Side 116
114
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
að sjá nógu glöggt hvernig við getum metið þýðingar af sanngirni frá því
sjónarhorni. Að þessu leyti eru þær ennþá annarlegar tungur.
TILVÍSANIR OG ATHUGASEMDIR
Grein þessi er að stofni til fyrirlestur sem fluttur var á þýðingafundi Félags áhugamanna um bókmenntir 6.
maí 1989. Ég þakka Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Eysteini Þorvaldssyni fyrir að lesa greinina í handriti og
koma með hjálplegar athugasemdir. Einnig er égritstjóraAndvara þakklátur fyrir gagnlegar ábendingar.
1. ÞórbergurPórðarson: „Eskimóar á Isafirði'1, Milt rómantíska æði, Helgi M. Sigurðsson bjó tilprentun-
ar, Mál og menning, Reykjavík 1987, bls. 181.
2. Stefán Einarsson: íslensk bókmenntasaga 874-1960, Snæbjörn Jónson og Co., Reykjavík 1961, bls.
276. Stefán bendir, auk Benedikts og Jóns, á Magnús Stephensen sem ljóðaþýðanda, en um þýðingarnar
segir hann lítið annað en að „Þær táknuðu innflutning menningarverðmæta" (267). Um aðrar þýðingar er
enn minna fjallað, þótt grunur kunni að vakna um mikilvægi þeirra þegar lesandi rekst á þessi orð um
Kvöldvökur Hannesar Finnssonar og Vinagleði Magnúsar Stephensens: „Flest af þessu hefur sennilega
verið þýtt“ (263).
3. Sbr. „Bókmenntir ogþýðingar", Skírnir 1984, bls. 19. Ég nota þettahugtak einnig í greininni „Að raða
brotum: Stutt hugleiðing um bókmenntasögu“, Véfréttir sagðar Vésteini Ólasyni fimmtugum (ritstj.
Svavar Sigmundsson), Reykjavík 1989, en hún er að efni nokkuð skyld þeirri grein sem hér birtist.
4. Torfi Tulinius: „Landafræði og flokkun fornsagna"; erindi flutt á fornbókmenntaþingi í Reykjavík 29.
apríl 1989; birtist í 1. hefti tímaritsins Skáldskaparmál sem væntanlegt er síðla árs 1989.
5. Hér byggi ég einkum á tveimur greinum eftir Even-Zohar: „The Position of Translated Literature
within the Literary Polysystem", Literature and Translation (ritstj. J.S. Holmes, J. Lambert og Raymond
van den Broeck), Acco, Leuven (Belgíu) 1978, bls. 117-127 og „Polysystem Theory“, Poetics Today, L
árg., 1-2 hefti, 1979, bls. 287-310.
6. Allt sem lýtur að þýðingu verks getur þannig verið undir yfirborðinu jafnvel þótt verkið öðlist miklar
vinsældir í sínu nýja málsamfélagi. Þetta sést best þegar þýðanda er alls ekki getið, en slíkt tíðkaðist'
nokkuð til skamms tíma í þýðingum margskonar texta. Hugtakið „menningarkimi" fann ég í grein Soffíu
Auðar Birgisdóttur, „Þrælar þrælanna", Nýtt líf, 6. tbl. 1986, bls. 22. Um er að ræða það sem á ensku
nefnist „subculture".
7.Straumar ogstefnur ííslenskum bókmenntumfrá 1550, Iðunn, Reykjavík 1978, bls. 166. í þriðju útgáfu
ritsins (ég sæki töfluna í þá útgáfu) drepur Heimir á þýðingar eftir að hafa birt töfluna: „Þýðingar eiga þar
að sönnu mikinn hlut, en þó er ljóst að viðgangur sagnagerðar hefur verið mikill á öldinni" (3. endur-
skoðuð útg., Iðunn, 1987, bls. 156). Síðan ræðir hann eingöngu um hlutföll hins frumsamda efnis.
Ég tek skýrt fram að Heimir Pálsson hefur annars alls ekki verið þögull um mikilvægi þýðinga, sbr. rit
hans og Höskulds Þráinssonar: Um þýðingar, Iðunn, Reykjavík 1988.
8. Sjá t.d. ritdóm Sveins Skorra Höskuldssonar í Skírni 1979, bls. 255.
9. Stefán Einarsson fjallar lítillega um þýðingar Magnúsar í íslenskri bókmenntasögu (bls. 407).