Andvari - 01.01.1989, Qupperneq 122
120
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
hinum háttfrjálsu Ijóðum skipti skáld á sjötta áratugnum miklu. Til er vitnis-
burður Jóns úr Vör frá þessum tíma um að hann fagnaði frumsmíð Jóhanns
sérstaklega: „Ég skal segjaþað strax að aldrei hef ég lesið frumsmíð skálds
með meiri fögnuði, og ég sagði upphátt: Gott hjá strák... Svona eiga ungir
menn að yrkja 1956. Hér er lifandi maður, sonur þess tíma sem er. Fyrst og
fremst ungur maður, verðugur arftaki að tungu Egils, Jónasar og Davíðs, en
ekki gamalmenni sem japlar þá dúsu hugsunarlaust sem uppí hann var
stungið í vöggu.“ (Nýtt Helgafell, 1, 1957)
Pess eru varla dæmi að jafnungu skáldi hafi verið svona vel tekið. En
Jóhann orti raunar ekki á fyrsta skeiði sínu sér í lagi í einræðum lýrískum
prósa, svipuðum þeim sem Jón úr Vör er þekktastur fyrir að hafa innleitt í
íslenska ljóðlist. Jóhann hreifst af súrrealískum skáldskap og fyrstu bækur
hans eru í stíl hinna órökrænu skynmynda: Undarlegir fiskar, Malbikuð
hjörtu: þessi er nöfn þeirra meðal annars.
Fað tók Jóhann nokkurn tíma að ná sér niðri og öðlast skýrt persónulegt
svipmót. Næstu bækur hans eftir þá fyrstu svöruðu tæpast þeim vonum sem
hún vakti. En hann stundaði skáldskapinn af eljusemi og seig á jafnt og þétt.
Fyrsta áratuginn, til 1967, gaf hann út ekki færri en sex bækur. Síðan kom hlé
til 1973 aðAthvarf íhimingeimnum kom út. Þarhefstnýr áfangihjá Jóhanni.
Þegar hér var komið höfðu vinstri vindar blásið í stjórnmálum nokkuð
strítt um skeið og mótað listir og menntalíf. Hið þjakandi andrúmsloft kalda
stríðsins með vanmætti sínum og bölsýni vék um stund. Þungbúin, órökræn
og innhverf lýrík var mál þessa tíma í skáldskap. Nú breyttist tíðarandinn;
skáldin áttu að stíga fram á vettvang hversdagsins, ávarpa alþýðuna ljósum
orðum. Þá kenningu orðaði reyndar atómskáldið Hannes Sigfússon sem ort
hafði öðrum myrkari súrrealískan skáldskap: ,,Tími hins skorinorða ljóðs er
kominn!“ Með því átti hann við róttækan pólitískan skáldskap. Þetta var
alllöngu áður en hin róttæka vinstrihreyfing fékk byr í seglin um 1970. En sá
andi lét engin skáld ósnortin, ekki heldur borgaralega ljóðasmiði eins og
Jóhann Hjálmarsson.
Skaplyndi Jóhanns er slíkt að baráttuskáld gat hann aldrei orðið. En krafan
um aðgengilegt, umsvifalaust Ijóðmál náði til hans. Og hann opnaði stíl
sinn. Athvarf í himingeimnum er ein besta bók hans. Þar yrkir hann um
hversdagslíf borgarans, hið nærtæka umhverfi fjölskyldulífs í ljósi tækni-
undra og tunglferða, — smáheimur andspænis stórheimi: óravíddum
geimsins. Nafn bókarinnar speglar þetta, og ljóðin hvíla í kyrrlátu en
viðkvæmu jafnvægi. Myndir umhverfisins, landslag borgar og sveitar, er
næmlega dregið.
Næstu árin opnaði Jóhann ljóðheim sinn enn meira. Á eftir Athvarfi kom
Myndin aflangafa, 1975. Það eru ljóðrænir minningaþættir, stundum nánast