Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 124
122
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
leitt, en Jóhann segir sjálfur í nýlegu viðtali: „Mér þótti ég búinn að yrkja
nógu mikið. Ég er alltaf að reyna að hætta að yrkja og í Lífið erskáldlegt enda
ég með ljóði sem átti að vera raunverulegt lokaljóð. En þessi bók (þ.e.
Gluggar hafsins) og Ákvörðunarstaður myrkrið sýna að mér hefur ekki tekist
að hætta “(Mbl. 2.sept. 1989)
Meðv4kvörðunarstaður myrkrið, 1985, hófst nýr áfangi, hinn þriðji á ferli
Jóhanns Hjálmarssonar. Tími hins opna ljóðs er liðinn. Bókin er öll innhverf
tilfinningatjáning, samfelld túlkun sorgar og magnleysis. Bjartir litir opnu
ljóðanna með myndum hversdagslífs í stórum heimi eru á bak og burt.
Tónninn hefur dökknað, myndgerðin orðið miklu dulari. Hugblær bókarinn-
ar er órofinn, af henni stafar kulda. Skáldið gengur inn í ríki vetrar og
myrkurs sem er endanlegt. Og ljóðmálið nær hér nýjum þroska, dýpt sem
ekki hafði áður fundist í ljóðum Jóhanns, vegna þess að skynjunin nær til
dýpri laga tilfinningalífs og er jafnframt bundin áþreifanlegum hlutum,
landslagi og veðurfari. Þetta stutta ljóð, ,,Vetur“, má standa sem dæmi um stíl
bókarinnar:
Fjallskugginn skelfur
þegar vindurinn
fer yfir landið, þuklar gul strá
og lætur kvein sín berast
inn í húsin,
stofurnar þar sem sitja
eftirmyndir af fólki.
Ákvörðunarstaður myrkrið er athyglisverð bók, bæði sjálfrar sín vegna og
með hliðsjón af fyrri verkum höfundar. Um hana kom greinargóður og
rækilegur ritdómur í Skírni 1986, eftir Jón Örn Marinósson. Þær veilur sem
Jón Örn tilgreinir í myndgerð Jóhanns eru að sumu leyti réttilega greindar
enda hefur þeirra gætt í skáldskap hans alla tíð: málbeitingin geigar á köflum,
verður klisjuborin . Það breytir því ekki að hugblær og ljóðhugsun bókarinn-
ar er samfelld og kunnáttusamlega mótuð.
Opna ljóðið, játningaljóðið, var krafa tímans og sprottið upp úr því hraða
neyslu- og auglýsingaþjóðfélagi sem við lifum í. Allt á að vera fyrirhafnar-
laust, fljótskilið og'auðnumið. En skáldskapurinn krefst kyrrðar, íhugunar,
næðis. Hann lætur ekki allt uppi á yfirborðinu, — hann er ekki blaðagrein eða
sjónvarpsauglýsing. Þess vegna hlaut kröfugerð um skilvirkni skáldskapar að
reynast háskaleg. Ég held að vanmetakennd vegna þess að skáldið getur ekki
keppt við skrumara fjölmiðlanna í því að „ná til fólksins“ sé til þess fallin að
leiða skáldskapinn á villigötur. Og kynni að mega sjá þess merki í margs
konar ljóðaframleiðslu sem birt hefur verið síðustu ár.
Jóhann Hjálmarsson gat fært sér í nyt kosti opna ljóðsins. Yrkisefni hvers-