Andvari - 01.01.1989, Qupperneq 125
andvari
LJÓÐIÐ VILL EKKI SKÝRA
123
dagslífsins í Athvarfi og eftir það auðguðu skáldheim hans. En til lengdar
reyndist þessi ljóðstíll of áreynslulaus, of naumgjöfull, stefndi burt frá ljóðinu
sem er í eðli sínu innri rödd tilfinninganna. Jóhann valdi leiðina inn til ljóðsins
eftir að hafa staðið í gættinni um stund. Ákvörðunarstaður myrkrið er til
marks um það. Og nýja bókin, Gluggar hafsins, ekki síður. Sé fyrri bókin
einleit og drungaleg, hefur jafnvægi komist á í seinni bókinni. Hún nýtur
þeirra umskipta og uppgjörs sem á undan er farið á ferli höfundarins en
tengist þó við fyrri ljóðagerð hans. Hún er í senn ljós og dökk, einföld og dul.
Ákvörðunarstaður myrkrið endar á ljóðaflokknum „Vetur dýrsins“, þar
sem ort er um hinn alltumlykjandi vetur sem „hefur birst okkur í líki dýrs,/
heimtufreks, gráðugs.“ Pessa mynd eyðingarinnar tekur skáldið upp í inn-
gangsljóði Glugga hafsins, „Með augum dýrsins“. Eyðingin ógnar öllu sem
mannsins er, — en í lokin hverfist myndin, snýst við eins og spegill:
Það ygglir sig, hvæsir
og stekkur
á það sem við höfum safnað,
minjagripina og rykið,
á hálfa hugsun,
hið afmarkaða frelsi,
á það sem hafnar okkur.
Dýrinu.
Gluggar eru margföld tákn og hafið er í rauninni ógrynnanlegt tákn í
skáldskap. En í ljóðunum teflir skáldið hinu kyrrláta, að ekki sé sagt lognværa
máli sínu andspænis dulardjúpinu. Út um gluggann til hafs má sjá myndir úr
bernsku, út um glugga hafsins horfa marbendlar og sjávarguðir, loks taka
gluggarnir að margfaldast, — en að vísu fellur mál skáldsins þegar mörgu skal
brugðið á loft í senn. Þegar dregin hefur verið upp mynd af báti bernskunnar,
„græna bátnum sem faðir minn kom á“, lýkur ljóðinu svo:
Við öll höf gerist lík saga.
Gluggarnir við hafið opnast og lokast
í draumi
og í vöku.
Fyrsta línan er ótrúlega flöt og óþörf, nema hvað? Þetta minnir á að í ljóði
má ekkert vera ofsagt. En draumurinn verður héðan í frá hið súrrealíska
megintákn bókarinnar; hún fer öll fram, ef svo má segja, á hinum óglöggu
landamærum draums og vöku. Eað birtist til að mynda í prósaljóðinu
„Undur“, prýðilega formuðum texta um bernskuminningu, gamlan skips-
skrokk í fjöru sem verður draumaskip barnanna. Þetta ljóð opnar dyr sem
yita í senn inn á við og út. Og í næsta bókarkafla, „Skuggum“, er að finna
þessa mynd, „Veröld“: