Andvari - 01.01.1989, Qupperneq 126
124
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
Hér geturðu unað um stund,
dvalist í þér sjálfum.
Aðeins fjaran svo langt sem augað eygir
og skuggi þinn í sandinum.
Myndlistaráhrifin eru glögg í þessum ljóðum og á kápu hefur verið sett
mynd af málverki Picassos. Jóhann stundar nú eftir að bregða upp myndum
og hnitmiða þær. í þessu felst veruleg breyting frá ,,ljóðsögunum“ í fyrri
bókum. Ljóðið sýnir, sagan segir. Hvað merkir mynd ljóðsins? Ljóðið er mál
tilfinningarinnar og hún deyr þegar hún er skýrð: ,,Hvað ég vildi segja er mér
ekki alveg ljóst,“ segir í prósaljóðinu „Einveru“ sem tekur einkunnarorð frá
Éluard: „...en oftast var það vegna þess/ að ég hafði ekkert að segja.“ Við
þessa hugsun er leikið í prósaljóðinu og því lýkur svo: „Óðara rann það
upp fyrir mér að ég vildi ekki að orð mín skildust.“
Segja má að bókin Gluggar hafsins hverfist öll um þessa hugmynd. Hún er
raunar eins konar könnun á mörkum Ijóðmáls og hversdagsmáls, samleik
hins óræða og rökræna máls. Ekkert ljóðskáld kemst hjá að rýna í þetta efni.
Jóhann hefur ferðast á þessum stigum fyrr, og nýja bókin tengist ýmsu í fyrri
ljóðagerð hans. í viðtalinu sem áður var vitnað til segir: „Annars má auðvitað
hugsa sér allt sem skáld yrkir sem eitt og sama ljóðið — þó með ýmsum
tilbrigðum. Eftir því sem bókum fjölgar hjá skáldum, skýrist oft eitthvað sem
hefur verið ort fyrir löngu. Flest skáld, og þá sérstaklega þau skáld sem má
kalla Iýrísk, eru svokölluð eins ljóðs skáld. Sumum tekst að yrkja þetta eina
ljóð og láta það nægja. Önnur skáld þurfa margar bækur til að finna megi
þetta eina Ijóð og draga megi það fram úr öllum brotunum. Brotin eru mörg
yrkisefni sem koma aftur og aftur með ýmsu móti.“ (Mbl. 2. sept. 1989) —
Pessi orð sýna hve glögga grein Jóhann gerir sér fyrir ljóðlistinni, hér talar
langþjálfaður atvinnumaður. Hvort hann telur sig nú hafa ort sitt eina ljóð
verður tíminn að leiða í ljós.
„Páskar í Borgarfirði“ heitir stuttur flokkur í Dagbók borgaralegs skálds,
eitt hið stílhreinasta í þeirri bók. í nýju bókinni tekur Jóhann upp þráðinn og
yrkir „Páska í Borgarfirði II“. Sum skáld vilja tengja bækur sínar með
þessari aðferð: Sigfús Daðason yrkir til dæmis „Bernsku“ í Hendur og orð,
„Bernsku 11“ íFá ein Ijóð. En Jóhann birtir markverða yfirlýsingu ljóðskálds
í sínu framhaldsljóði úr Borgarfirði, „Heimsmynd á páskum“:
Ljóðið vill ekki skýra,
hefur næstum ekkert að skýra,
ekki landslagið og snjókornin,
fólkið, bílana, konu sem selur páskaliljur,
það vill ekkert skýra, en ef til vill heldur skáldið
að nú þurfi að búa til heimsmynd
úr öllum þeim brotum sem safnast saman,