Andvari - 01.01.1989, Page 131
ANDVARI
í TEIKNI NÁTTÚRUNNAR
129
Bergálfur!
Já, þú býður velkominn
stikludrenginn þinn,
stjörnukiðlinginn
og bjöllugaukinn,
sem bylgjur þínar
sungu löngum
inn í svefn og ró.3
Þetta er eitt dæmi af fjölmörgum sem minna á kunn viðhorf úr kvæðum
rómantísku stefnunnar á 19. öld. í Dalvísu Jónasar Hallgrímssonar eru
svipuð minni og viðhorf og í Áningu, en öll orðræðan er hátíðlegri þegar
Jónas yrkir um bunulækinn bláa og tæra sem yndi vekur, og um gamla
fossinn, gljúfrabúann, sem þar er í stað bergálfsins:
Verið hefur vel með oss,
verða mun það ennþá löngum.
Báðir yrkja þeir Þorsteinn og Jónas með sömu tilfinningum og söknuði um
heimþrá og bernskuslóðir og um ástvinina þar.
í kvæðum sínum skyggnist Þorsteinn hvað eftir annað aftur til horfins tíma
og ber hann gjarnan saman við verðandina. í tregafullum endurminningum
gistir hann átthagana og minnist móðurkærleikans, — hverfur á vit bernsku-
stöðvanna sem eru þá jafnan aðsetur einfaldra og sannra lífshátta en jafn-
framt ævintýraveröld þar sem fögnuður ríkir og blessun náttúrunnar. Allt
verður þetta dýrmætt í minningunni andspænis hraða og lífsþreytu sem eru
hlutskipti mannsins í tækniveröld nútímans. Bernskutengslin við móðurina
eru afar sterk og í kvæðunum er í rauninni enginn munur á móðurímyndinni
eða móðurminningunni og faðmi náttúrunnar sem bíður ætíð eftir syninum
horfna, huggar hann og umvefur kærleika. Sú hugsun að róstur lífsbaráttunn-
ar standist ekki samanburð við sælu bernskunnar birtist m.a. í Leggjaborg
(’7 5):
Sonar úr gæfuleit
þú saknar enn þá, móðir.
Sigrarnir vegast á
við kvíða hans og sorg. —
Oft léti hann allt, sem vannst,
fyrir legg úr týndri borg.
Svipaður tregi er í sumum kvæða Jónasar HaIlgrímssonar,t.d. Heima :
Þar er barmi blíður
og blómafríður
runnur í reit,
er ég rökkri sleit,
9