Andvari - 01.01.1989, Side 132
130
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
dalur, sól og sær
og systur tvær,
einkamóðir
og ástvinir góðir.4
Eitt af kvæðunum í Smalavísum, síðustu bók Þorsteins, heitir Þórður í
Haga. Þar verður þúsund ára strit og mannlíf í íslenskum sveitabúskap
Ijóslifandi í sterkum og fjölskrúðugum myndum úr engjaheyskapnum með
Þórði sumarið 54. Þorsteini eru þessi endurnýjuðu kynni af hverfandi bú-
skaparháttum svo hugstæð vegna þess að þar gengur hann sjálfur inn í hinn
glataða tíma og kennir á sjálfum sér sólbruna, storm, stararfláka, amboð,
heyband og allt erfiðið sem þessu fylgdi. Og þegar Þórður í Haga teymir
síðustu heybandslestina brott, þykir Þorsteini því líkast að hann hafi verið
samvistum við látinn föður sinn:
Mér verður litið
á eilífðarskóbragð æsku minnar,
á ullarhosur og brækur, gyrtar
í snúna sokka, á snjáða treyju,
í snör augu undir slútum hatti. —
Hann kveður, hottar upp í kuldagarrann
á klára sína og stikar fyrir
yfir sölnandi lyng. —
Ég er lostinn höggi,
ljósri vissu: Ég hef kvaddan
í Haga-Þórði minn horfna föður;
þessa heybandslest hins forna tíma
leiði ég síðasta líkamsaugum. —
Mig langar að kalla, skunda til hans,
kveðja betur, en kem ekki’ upp orði,
kólna, hitna, og græ við lyngið.
1 afstöðunni til náttúrunnar svipar kvæðum Þorsteins helst til kvæða Jónas-
ar Hallgrímssonar af 19. aldar skáldum. Báðir njóta félagsskapar og vináttu
náttúrunnar en dýrka hana ekki með fjálglegum áköllum. Báðir hafa glöggt
auga fyrir öllu hinu smágerva og þýðlega í ríki náttúrunnar en ekki eingöngu
því sem er stórbrotið og tignarlegt. Þeir yrkja um hina fögru smávini, um
heiðló og hrossagauk, um blísturgolu og laufvinda, fífil og sóley og öll þessi
viðkvæmu fyrirbæri sem eru okkur nærkvæmust í daglegum samskiptum við
náttúruríkið. í kvæðum Þorsteins mætum við líka mýrisnípu, dúnurt og njóla,
brunnklukkum og brekkusniglum, geitaskóf, mýslum, randaflugum og fiðr-
ildi í mó.
Margir muna eflaust að Jónas kvað á sínum tíma ,,um blóma hindarhjal /
og hreiðurbúa lætin kvik, / vorglaða hjörð í vænum dal / og vatnareyðar
sporðablik.“s Þorsteinn orti m.a. vinahót til náttúrunnar í ljóði sem heitir
Héla (’77):