Andvari - 01.01.1989, Page 133
ANDVARI
í TEIKNI NÁTTÚRUNNAR
131
En hvað þú ert morgunföl
og álfheimaleg
í liljubeðinu,
Iitla döggin,
föl eins og lík, —
en það fer þér samt vel.
Viltu ekki liggja
lengur fram eftir?
Þar til randaflugan
kemur á kreik?
Pótt náttúruhugmyndum og tilfinningum svipi oft saman í kvæðum Por-
steins og rómantísku skáldanna er ástæða til að árétta hve tjáning þeirra er
ólík. Ljóðmál Jónasar Hallgrímssonar er oft hátíðlegt en samt er það laust við
fjálgleika og mælgi. Hið sama verður ekki sagt um annað stórskáld róman-
tísku stefnunnar, Steingrím Thorsteinsson. En svo ólík sem málnotkun og
tjáning þeirra Steingríms og Þorsteins Valdimarssonar er, þá er ýmislegt
svipað í náttúruskynjun þeirra. Steingrímur yrkir gjaman á meginlandsvísu
um náttúruna sem endurnærandi athvarf þar sem ljúft er að leggjast til
hvíldar, sofa og dreyma. Má þar nefna Skógarhvíldina og Draum hjarð-
sveinsins. Svipuð mótíf og sama náttúrukennd, en rammíslensk, birtast í
sumum ljóða Þorsteins, t.d. í Kvöldmálum (’75);
Ég lagði mig í lyngið
við Lindarsel, —
í líðandi dvala mig bar
heimveg og draumveg
Og ein aðferðin til að nálgast náttúruna var einmitt að lifa sig inn í
kynjamagnaðan guðdóm hennar í leiðslu. Þetta er alþekkt í rómantík og í
ljóðum Þorsteins er slík dulræn tilfinning algeng. í kveðskap sem þessum eru
oft nýttar gamlar goðsögur eða frumsamdar, svo og tákn, til að styrkja hið
skáldlega hugarflug. Eftirminnilegasta kvæði Þorsteins Valdimarssonar af
þessu tagi er Skinfaxi (’62) þar sem táknmynd goðsögufáksins verður hluti af
háleitri tilfinningu og að dulrænni skynjun þess goðmagns sem er forsenda
lífsins. Ljóðmælandinn rennur annars hugar eftir seimi hunangsflugu að
hellinum þar sem hesturinn með ljósfaxið bíður. í lok Ijóðsins er að hefjast
draumkennd leiðsluferð sem lýst er með þessum seiðmögnuðu orðum:
og arar tóku að gjalla,
hindir að renna
hjá — og ég grúfði mig
að reistum makka þínum
til að líða með þér á skýjagötuna,