Andvari - 01.01.1989, Qupperneq 134
132
EYSTEINN PORVALDSSON
ANDVARI
hleypa þér eftir regnboganum,
hvert sem þú kynnir að bera mig,
já, hvert sem þú berð mig, vinur,
ó! heitur þyturinn
í brimandi faxi þínu--
Hinu pólitíska áhugasviði Þorsteins Valdimarssonar er einnig búin um-
gjörð náttúrunnar í ljóðunum. Skáldið hafði einarðar skoðanir í þjóðfélags-
málum og lagði lið baráttu fyrir þjóðfrelsi og friði en gegn hernaði og misrétti.
Þessum hugðarefnum fær hann jafnan stað í kvæðum sem hefjast á nátt-
úrulýsingum en hverfast síðan í félagslegan boðskap eða samvefjast honum.
Sum þeirra eru mælsk og löng, t.d. Með vendi af rósum (’52), Júníregn og
Sumarkvöld á heiði (’57) en önnur í knöppu formi limrunnar og annarra
fimmlínuhátta. Einnig í þjóðfrelsiskveðskapnum á Þorsteinn ýmislegt sam-
merkt með Jónasi Hallgrímssyni og fleiri rómantískum skáldum sem þátt
tóku í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og höfðu einnig þennan háttinn á. Jónas
var raunar ekki hreinræktað rómantískt skáld fremur en Þorsteinn. Báðir
hafa ríkan þjóðmálaáhuga og pólitískan baráttuanda en rómantíkin lyftir
þeim yfir pólitískt þref, og traust tök þeirra á máli og brag njóta sín prýðilega í
tjáningu hinnar rómantísku afstöðu til þjóðfrelsis, til náttúrunnar og til
trúmála. En reynsla þeirra og tímaskyn eru auðvitað af ólíkum toga. Kynslóð
Þorsteins er hrifin út úr kyrrstæðu sveitasamfélagi inn í hraða tækni-
heimsins. í allstórum ljóðabálki,y4/öí/í>7 hvílist við lækinn (’62), líkir skáldið
skyndilegum og óvæntum breytingum í samfélagi okkar við þau undur og
stórmerki sem urðu í lífi Aladíns í austurlenska ævintýrinu. í ljóðabálkinum
tengjast fagrar og kjarnyrtar náttúrumyndir hinni skapheitu þjóðfélagsum-
fjöllun skáldsins. Aladín kemur á berskustöðvar íslenskar, rekst þar á gamla
hundinn sinn, Snata, og talar til hans meðan hann hvílist við stekkjarlækinn. I
ljóðum bálksins, sem eru ellefu að tölu, er skyggnst grannt og vítt um
þjóðfélag okkar og spurt hinnar gamalkunnu spurningar: Höfum við gengið
til góðs — frá því að draumar okkur urðu að „furðulegum veruleika"?
Aladín ljóðanna er uggandi: Þótt við séum „kynslóð máttarins“ sem
vaknaði einn kynjamorgun með óskalampann í hendinni, þá höfum við farið
illa með máttinn, með óskastundirnar. Við erum jafnframt „kynslóð tóm-
leikans“, eins og líka stendur í bálkinum, og höfum ekki búið skynsamlega að
farnaði okkar í viðsjárverðum heimi, ekki starfað í þágu friðar, jafnaðar og
hamingju, þrátt fyrir allar framfarirnar sem töfralampinn færði okkur.
Lífsviðhorf skáldsins birtast auðvitað glöggt í þessum þjóðfélagslega
kveðskap og einnigí einu þekktasta kvæðinu af þessu tagi: Þú veiztíhjartaþér
(’77), sem hefst á þessu erindi: