Andvari - 01.01.1989, Page 135
ANDVARI
í TEIKNI NÁTTÚRUNNAR
133
Pú veizt í hjarta þér,
kvað vindurinn,
að vegur drottnarans
er ekki þinn, —
heldur þar sem gróandaþytur fer
og menn þerra svitann af enni sér
og tár af kinn.
í kvæðum. Þorsteins er mikið um mótíf úr kristnum trúarhugmyndum en
allmörg mótíf eru líka heiðin og goðsöguleg. Ekkert kvæðanna getur samt
talist trúarljóð. Hin trúarlegu minni þjóna hér öðrum tilgangi og kann það að
þykja athyglisvert þar sem Þorsteinn var guðfræðingur.
Trúarkennd er samofin náttúrunni í rómantískum kveðskap enda hægt að
öðlast hlutdeild í guðdómnum með því að samneyta náttúrunni. Guðleg
blessun náttúrunnar veitist mönnum t.d. með sólinni sem nefnd er ,,hin sæla
allífs móðir“ í kvæði ÞorsteinsÆskusöng (’52). Og í kvæði sem heitirS/gnmg
(’77) er þetta erindi:
Svefni horfinn signi ég mig
sælan þess að elska þig,
blessuð sólin! Birztu mér,
barni þínu, sem ég er
Lauga hreinan huga minn.
Heilög skírn er geislinn þinn.
Jónas Hallgrímsson ber svipaðan hug til sólarinnar eins og fram kemur í
kvæði hans Andvökusálmi :
Komdu, dagsljósið dýra!
Dimmuna hrektu brott.
Komdu, heimsaugað hýra!
Helgan sýndu þess vott,
að ætíð gjörir gott, —
Algyðishugmyndir rómantísku stefnunnar eru í fullu gildi í kvæðum Þor-
steins. Náttúran blasir við manninum og býður honum dásemdir sínar. Guð
og alheimurinn eru eitt og þarmeð verður náttúran birtingarform guðdóms
eða heilagra verðmæta. Þessvegna ber að umgangast hana með virðingu og
líka með trúarlegri lotningu; hún launar slíka ræktarsemi. Þetta er andstæða
þess viðhorfs og þess framferðis sem hæst berí heiminum nú ádögum,þ.e. að
níðast á náttúrunni og jafnframt að fjarlægjast hana, einangrast frá henni.
Þannig verður maðurinn lífsfirringu að bráð, slitnar úr tengslum við nátt-
úruna.
En þótt afstaða Þorsteins til náttúrunnar sverji sig í ætt við rómantíkina, þá
er sjónarhorn hans annað en algengt var á blómatíma stefnunnar. Hann er
enn nákomnari náttúrunni en flest gömlu rómantísku skáldin. Hann horfir