Andvari - 01.01.1989, Page 136
134
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
ekki á dásemdir hennar úr f jarlægð, heldur býr að félagsskap hennar í nálægð,
talar til hennar, krýpur hjá henni, — nýtur hins græðandi máttar og þeirrar
hugfróunar og hamingju sem frá henni streymir. Umgengnishættir náttúru-
barnsins við hinn jarðbundna guðdóm eru ígildi ritúals og tengjast þeirri
hugljómun, því leiðsluástandi sem áður var nefnt og býr í mörgum náttúru-
ljóðum Þorsteins. Allt þetta birtist á eftirminnilegan hátt í kvæðinu Dýjamosi
(’62). í því kvæði birtast alkunn trúarleg minni en hugmynd kvæðisins er
algyðisleg, ekki kristileg, og slíkt má sjá víða í skáldskap Þorsteins. Það er
óvenjuleg og fágæt fegurð náttúrunnar sem hér er túlkuð með máltöfrum er
hæfa efninu vel. Með þeirri helgiathöfn í skauti náttúrunnar, sem lýst er í
kvæðinu, gefst kostur á að skírast af sora, sársauka og beiskju hversdagstil-
verunnar og að styrkjast til lífsbaráttunnar fyrir endurlausnarmátt náttúr-
unnar:
Leitaðu hans í skóginum
skammt frá veginum
í djúpu gontunni
hjá dýjalindinni;
þar vex hann, mosinn
mjúki og svali,
sem stillir þrá
og stöðvar ekka,
græðir og huggar
í sinni grænu mildi.
Þegar fuglar hljóðna
um hæstan dag,
en golan bælir sig
í gras niður
og sólmók
er sigið á dali —
gakktu þá leiðar þinnar
í ljómann tæra,
sem bregður fyrir
milli bjarkanna framundan.
Og þú krýpur innan stundar
í kyrrð og ró
dýpst í hinum skuggsæla
skógarleyningi
við altari, gjört
af ókunnri hendi —
gljúpt, svalt
og glitrandi flos,
lífsangan vatnsúðans
frá lindarkerinu,