Andvari - 01.01.1989, Qupperneq 138
136
EYSTEINN PORVALDSSON
ANDVARI
„Upphaf þeirrar ferðar
og endir er hér, —
svo allt hið mikla skóslit
má spara sér.“
Og í Leit er hlóðasteinninn tákn frumlægra og sannra heimkynna náttúru-
barnsins þar sem lífsviskan á heima. Lúinn vegfarandi sér ,,við endi vega
sinna og vona“ að hlóðarsteinninn, sem hvergi fór, „stóð þar eins og altari,
kafið blómum.“ Leitin að guði vítt um heim var óþörf því að : „Guð er endir
vega manns og vona.“
Ljóðin í Smalavísum yrkir Þorsteinn undir atgöngu dauðans, en sá örlaga-
dómur er ekki ágengur í ljóðunum þeim fremur en endranær. Hann yrkir þó
um feigðardægur Gísla Súrssonar og er í rauninni sjálfur að ganga dögg-
slóðina hina efstu sumarnótt og æðrast hvergi. Hann yrkir enn um dásemdir
náttúrunnar, um hið unga líf, um hörpumorgun, vorlaufið, um börn að leik og
blóm og dýr, söng, heiðríkju, Jónsmessuvind og margskonar signing náttúr-
unnar. Og meðal þess síðasta sem hann yrkir eru ljóð sem heitaFögnuður og
Gleðin. Lífsfögnuður og lífstrú nærast á megni náttúrunnar sem runnið er í
merg og blóð.
f þessari síðustu bók Porsteins eru fjögur smákvæði sem hafa sérstöðu í
ljóðabúskap hans og sýna nokkurt endurmat á mannlegri viðleitni og tilgangi
lífs: Þau heita: Vegurinn hingað, Ég, örn og Hvel. í þessum ljóðum er
skyggnst um í hugarfylgsnum, litið um öxl og horft fram. I fyrri ljóðunum
tveimur er spurt um lífsleiðir, tilgang og hinstu rök að lokinni æviferð.
Kvæðið Ég er þannig:
Hvernig get ég fullyrt,
að ég sé ég?
ég, sem hvorki þekki
minn dag né veg!
Ég greini forhlið mína
og grýttan stig, —
en geng að mestu leyti
á bak við mig.
Að lokum er það tilvistarvandi einstaklingsins sem kallar á reikningsskil og
þá stendur hann einn með frelsi til að skyggna hlutverk sitt, tilgang og stefnu.
Svörin gefast í seinni kvæðunum tveimur, m.a. í táknmynd arnarins sem er
mælandinn í öðru þeirra:
Þar sem ég er, þar er ég,
svo einfalt er það.
Og þegar ég fer, þá fer ég,
og þá fyrst, í annan stað.