Andvari - 01.01.1989, Side 140
138
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
Harmi lostin þreyr hnýpin þjóð;
ljóð daprast; deyr vonar bjarmi.
Bjarmi vonar deyr; daprast ljóð;
þjóð hnýpin þreyr, lostin harmi.
Ekki er þetta nein venjuleg sléttubandavísa. Víxlrím er í báðum endum,
auk innríms og einskonar krossríms. Hvorn vísuhelming myndi Porsteinn
líklega kalla hvörf af hinum og hið sama má segja um fleiri Ijóð hans, t.d.
Klukku Islands (’62). Svipaðan gjörning fremur skáldið í ljóðinu Kvöldlokka
(’62) en þó er þar gengið enn lengra í listasmíðinni. Pessum töfrabrag verður
ekki betur lýst en með orðum skáldsins sjálfs í bókarlok Heiðnuvatna:
Þrjúsíðari erindin eru hvörf af hinum fyrri; spegilhringer lokað, og haggar því engu, þó
ljóðið sé lesið aftur á bak. Við sveiglestur birtast frumerindin hins vegar í tveimur nýjum
gerðum með annarri stuðlun: í sveighvörfum. Fyrsta lína ljóðsins er þá lesin aftur á bak,
sú næsta áfram, og þannig í sveigum til enda — eða þá frá enda í öfugan sveig. í þremur
erindum felast þannig tólf. Formið mætti kalla sveiglokur.
Pegar rætt er um bragiðkanir Porsteins Valdimarssonar er sjálfsagt að
minnast þess óvænta glaðnings sem hann veitti landsmönnum með bók sinni
Limrum 1965. Hér kvað skyndilega við nýjan tón þótt orðleiknin væri söm og
fyrr. Fram að þessu hafði kveðskapur Porsteins verið alvörugefinn, en hin
enska hefð limrunnar er að flytja endileysu til skemmtunar og nú kveður
skáldið margan kíminn brag í þessu formi og eykur það ljóðstöfum á íslenska
vísu. í limrunum bregður Þorsteinn upp margvíslegum mannlífsmyndum í
óvæntri skopsýn og kryddar þær með orðafimleikum og táknagaldri. En hann
beitti þessum fimmlínuhætti raunar á sinn máta og ekki eingöngu í þágu
staðleysunnar heldur einnig í fullri meiningu. í næstu bók á eftir, Fiðrilda-
dansi, þróaði hann þennan kveðskaparstíl enn frekar og hann á heiðurinn af
því að hafa gert limruháttinn að lausavísnaformi sem náð hefur vinsældum og
allmikilli útbreiðslu hér á landi við hlið tækifærisstökunnar. Ein limran heitir
Werther (’65);
Þess verður getið, sem gert er,
sagði Goethe og skrifaði Werther, —
lét hann ganga’ út á hlað
og gera það,
sem gert er oftar en vert er.
Eitt megineinkenni ljóðmálsins í kvæðum Þorsteins Valdimarssonar er
skyldleiki þess við tónlist, einkum frá og með Heiðnuvötnum, fjórðu ljóða-
bók höfundar. Nokkur af hinum útleitnu, ljóðrænu kvæðum og bálkum
virðast samin með tónlist í huga enda eru bæði efni þeirra og mál þrungið