Andvari - 01.01.1989, Page 141
ANDVARI
í TEIKNI NÁTTÚRUNNAR
139
söng og hljómlist og hreyfingu, jafnvel dansi. Skáldið getur þess í skýringum
við Sprunginn gítar (’62) að tvö Ijóð í þeim bálki séu undir Iausbeisluðum
marsúkahætti. „Sú vitneskja er leslykill að réttri hrynjandi“ segir hann
einnig. Þorsteinn var gagnmenntaður tónlistarmaður og einnig tónskáld þótt
ekki væri hann afkastamikill á því sviði.6
Eins og fram hefur komið er náttúran einskonar griðland manna í ljóðum
Þorsteins Valdimarssonar, og hún er gjarnan samtvinnuð ættjörð og átt-
högum. Hann boðar samt ekkert afturhvarf til náttúrunnar. En hann er
söngvarinn sem gengur á vit hennar, drekkur í sig fegurðina og miðlar okkur
henni í ljóðum sínum. Tóneigindir Ijóðanna eru eitt megineinkenni þeirra
eins og áður segir. Að vissu leyti skynjaði Porsteinn náttúruna sem tónverk.
Hann vefur tónleika hennar í skáldskap sinn og eykur þá tilfinningum hins
næma náttúrubarns en kann sér þó jafnan hóf í þeim efnum og hefur örugg
tök, jafnt á máli sem brag. Hin tónsælu náttúruljóð Þorsteins eru fjölmörg og
þau einkennast af ágætu samræmi milli forms og inntaks. Hljómblær orða og
hugblær tjáningarinnar eru í ákjósanlegu jafnvægi. Eitt þessara kvæða er
Nykurlilja (’75). Þar sameinast í eitt: tónaflóð náttúrunnar, skynjun náttúru-
unnandans og frábær málfimi. Þetta er mikið kvæði; eitt erindið er svona:
Því víst er hér dátt
og draumi líkast,
þó víðri vöku
vakað sé, —
tíbrárkórinn
kliðar í lofti,
og neðan duna
dvalinstónar
og sinfónsraddir
svarðpípunnar,
þessa flautuleggs,
einna fimmtán skrefa,
þar sem blæþotur
blaka lokum
yfir svölum hyljum.
seytlum og bunum.
Ljóðabálkurinn Sprunginn gítar (’62) er annar nægtabrunnur ólgandi til-
finninga, lífsþorsta og gleði — með „laggardögg af ódáinsvíni,/ af tryllingi,
harmi og ástarbríma“ eins og þar stendur. Og náttúruævintýrin gerast þar líka
í kliði hljómlistar og söngs; „ég tala á lækjartungu “ segir mælandinn, og það
er viðeigandi táknræn lýsing á þeirri orðgnótt og þeim tilfinningahita sem
blæs lífinu í þetta skógarævintýri. Og lækjartunga „var töluð á kvöldin / í
árdaga skilvindunnar,/ löngu áður / en útvarpið kom í heiminn“ segir þar.