Andvari - 01.01.1989, Page 142
140
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
Ég tala álækjartungu. Þessi orð eru auðkennandi fyrir skáldskap Þorsteins.
Lækurinn, sem er síendurtekið minni í kvæðum hans, er hið fjölhæfasta
hljóðfæri náttúrunnar og hann er jafnframt táknmynd hinnar sönnu lífs-
nautnar. Lækjarmissir jafngildir lífsfirringu hinna síngjörnu sem skemmta sér
gleðivana, svo sem segir í 2. kvæði bálksins Myndvarp atómsól (’62):
Ég kom þar á veg
sem með krúsaslætti
kynnt var mér fólk
að tíðar hætti:
Sjálfsíngestir
er sagt það heiti;
sönglaust það gengur
að hverju teiti
og svefnlaust frá hverri
silkidýnu —
því það týndi lækjunum
úr lífi sínu.
TILVITNANIR OG ATHUGASEMDIR
1) Úr ljóðabáknum Aladín hvílist við lœkinn, Heiðnuvötn, 1962, bls. 91.
2) Ljóðatitlar, er nefndir verða hér á eftir, verða merktir ártali þeirrar bókar sem þeir eru í. Ljóðabækur
Þorsteins Valdimarssonar og útgáfuár þeirra eru sem hér segir:
1942 Villta vor!
1952 Hrafnamál,
1957 Heimhvörf,
1962 Heiðnuvötn,
1965 Limrur,
1967 Fiðrildadans,
1975 Yrkjur,
1977 Smalavísur.
3) Eldri gerð kvæðisins er í Heiðnuvötnum (’62).
4) Kvæðið er þrjú erindi og er þetta miðerindið.
5) Úr Hulduljóðum.
6) Þorsteinn vann stórvirki við þýðingar á söngtextum æðri tónlistar. Má þar nefna Mattheusarpassíu og
Jólaóratoríu Bachs, óperurnar Carmen eftir Bizet og Orfeifur og Evridís eftir Gluck, svo og ýmsa
söngleiki. Við slík verk nutu sín vel tónlistarkunnátta Þorsteins og skáldskaparhæfileikar.