Andvari - 01.01.1989, Page 146
144
EINAR PÁLSSON
ANDVARI
Stórárið
Eitt þekktasta heimsmyndareinkenni fornaldar var stórár, sem að jafnaði er
skilgreint með tveim aukastöfum sem 18.61 sólár. Ein meginniðurstaða RÍM
var til skamms tíma sú, að STEFIÐ hefði átt rætur að rekja til þessa stórárs.
Á táknmáli fornaldar var sagt sem svo, að sól og tungl „gengju saman“ ellegar
ættu sér mót á ofangreindum fresti; við það mót yrði frjóvgun og nýtt stórár
skapaðist. Því voru þessi stórár stundum nefnd tunglaldir; orð sem síðar var
notað á annan veg. STEFIÐ í sögnum íslendinga átti samkvæmt þessari lausn
rætur að rekja til hugmynda er tengdust tímatali. Síðar dýpkaði þessi mynd
allmjög, ekki sízt eftir að ljóst varð, að Forn-Egyptar deildu Manninum sem
hugtaki niður í brotið 16/18 auk eins. Þar sýndist augljósa hliðstæðu að finna.
Til að samræma alla þessa þætti var heildarniðurstaða sett fram í STEFINU
sem orða mætti eitthvað á þessa leið: hugtakið 5 - 16/18 - 19 var hugtak al-
heimsins. Alheimurinn var nákvæmrar stærðar, skýrt afmarkaður. Maðurinn
sem míkrókosmos (örheimur) var endurspeglun af makrókosmos (stórheimi).
STEFIÐ breytir þannig almennt viðteknu sjónarhorni á þessa leið: Maðurinn
sem endurspeglun alheims var ekki einvörðungu grísk hugmynd aldanna síðla
fyrir Krists burð heldur miklu eldri hugmynd úr fljótsdölum suðurs. Það er
þessi hugmynd sem samræmd var stórári 18.61 sólárs og síðar rennur inn í
fornsögur og landnámssagnir íslendinga.
Ekki er mér kunnugt um, að slík niðurstaða hafi verið sett fram áður. Hin
íslenzka tilgáta ætti þannig í raun að geta orðið mikilvægur kvarði til saman-
burðar á fornum samfélögum Miðjarðarhafslanda. Reynist hún rétt, er fundin
samfella í menningarsögu Evrópu með upphafi í fljótsdölum suðurs. En jafn-
framt má rannsaka, hvort þessa sömu tölvísi sé að finna norðar í álfu á for-
sögulegum tíma. Til slíkra rannsókna eru mælingar fornra steinbauga
kjörnar.
Þorgils skarði og Tómas erkibiskup
Barði Guðmundsson veitti því athygli á sinni tíð, að dauða Þorgils skarða,
hins öra og illvíga foringja Sturlunga, svipaði mjög til dauða Tómasar erki-
biskups af Kantaraborg. Ritaði hann um þetta grein sem nefnist „Lesmál
kringum Kantaraborg“ og er hana að finna í því safni ritgerða Barða er nefn-
ist Höfundur Njálu2\ Það sem einkum vekur athygli Barða er einn angi
STEFSINS, nánar tiltekið sá er birtist sem „sextán sár“ í Njálu. En í sögu
Tómasar erkibiskups birtist hliðstæða við dauða Þorgils skarða í afsniðinni