Andvari - 01.01.1989, Side 149
ANDVARI
KRÚNA í KANTARABORG
147
verður afsakaður. Þetta er m.ö.o. eitt af því sem gerir það að verkum, að
Barði telur Þorvarð Þórarinsson, höfðingja frá Hofi í Vopnafirði, vera höfund
Brennu-Njáls sögu:
„Hvert sinn, sem Þorvarður Þórarinsson hefur minnzt málsgreinarinnar um
líkskoðunina og líkaksturinn, hlaut sáratölunni sextán að skjóta upp í huga
hans og valda sálrænum sársauka“6\
Líki Þorgils skarða var ekið frá Hrafnagili til Munkaþverár, líki Höskulds
var ekið „frá Sámsstöðum til Bergþórshvols“. Sex menn fara að Þorgilsi, sex
menn fara að Höskuldi. Þarna eru glöggar samsvaranir. Niðurstaða Barða
verður svohljóðandi:
„Hér verður varla um það villzt, að Njáluhöfundur lánar Hróðnýju [móður
Höskulds] hryllilegt atvik úr lífi Þorvarðs, svo og líkakstur ábótans, en
Höskuldi sextán sárin, sem Þorgils skarði á að hafa hlotið, eftir að hann var
dauður. Fyrir slíkum lánum getur enginn hafa staðið nema Þorvarður Þórar-
insson sjálfur. Og þau virðast veitt af vangá. Þess vegna förlast ritsnillingnum
mikla í frásagnarlistinni, þegar hann greinir frá vígi Höskulds Njálssonar.
Erfiðar hugarhræringar, sem kröfðust tjáningar, hafa verið hér að verki.
Þær brjótast upp úr djúpi undirmeðvitundar skáldsins og valda truflunum, er
birtast sem snurður á frásagnarþræðinum. Þess konar fyrirbæri munu ekki
vera sjaldséð í skáldverkum“7).
Vígið í Kantaraborg
Hér sýnist rétt að hnykkja á því, sem auðveldlega mætti misskilja í grein
Barða. Það mál varðar einkum vígið í Kantaraborg: Tómas erkibiskup fær
EKKI 16 sár samkvæmt þeirri heimild, sem Barði vitnar til, og eigi heldur í
eldri gerðinni, sem gefin er út í sama riti8). Þá fara þeir ekki sex að Tómasi
heldur fjórir, „fiorir riddarar“ eru vegendurnir, og er sú staðreynd margend-
urtekin. Hins vegar er það þriðji riddarinn, sem „sníður náliga burt af höfðinu
alla krúnuna“, svo að því mætti líkja til „þess þriðja“ er vegur að Þorgilsi
skarða. En dauða erkibiskupsins verður EKKI beint líkt til talnaraðarinnar
5 - 16/18 - 19 samkvæmt sögu hans. Það sem augljóslega er rétt hjá Barða er,
að afhöggvinni krúnu Þorgils skarða hefur verið líkt til afhöggvinnar krúnu
Tómasar erkibiskups, og að höfundur vill láta líta svo út sem Þorgils skarði sé
dýrlingsefni ellegar saklaus veginn. í lýsingunni felst þannig ógnþrungin
ákæra á hendur Þorvarði Þórarinssyni, vegandanum. En „sárafar Þorgils
skarða“ kemur einmitt ekki við sögu Tómasar erkibiskups að öðru leyti (nema
til séu heimildir þar að lútandi sem mér hefur sézt yfir, og Barði vitnar eigi í).
Af þessu skyldi maður ætla, að Barði oftúlki efnivið sinn, þá er hann skýtur
vef sáranna 16 inn í stef hinnar afsniðnu krúnu. Og munu þeir til, er svo