Andvari - 01.01.1989, Side 150
148
EINAR PÁLSSON
ANDVARl
hyggja. En staðreyndin er sú, að samkvæmt niðurstöðum RÍM kemur þarna
allt heim og saman, þótt með öðrum hætti sé en Barði hyggur. Og, svo ein-
kennilegt sem það virðist, styðja niðurstöður RÍM rækilega við bakið á þeirri
ályktun Barða, að dauði Þorgils skarða varði eitt meginstef Njálu.
Goðsögnin
Geysisterkar líkur benda tii, að hugmynd „sáranna 16“ sé runnin úr goðsögn-
um. Er niðurstaða RÍM nánast ótvíræð hvað þetta snertir: „sárin 16“ voru
upphaflega sár guðsins Ósíris. Þarna er vitnað í „lindir himins“, er runnu til
jarðar, til viðgangs og vaxtar í fljótsdölum suðurs. „Sárin 16“ eru m.ö.o. sama
eðlis og „16 börn“ fljótsguðsins Nílar. Sár eru undir er renna, slíkar undir geta
(samkvæmt ráðningunni) augljóslega verið „börn“ fljótsguðs er einmitt renn-
ur af himni. Þau 16 sár eru raunar eitt meginatriði STEFSINS, því að Gunnar
á Hlíðarenda særir 16 í lokabardaga sínum og fellir 2 og Höskuldur Njálsson
fær 16 sár en fellir 2. Hjálmar inn hugumstóri fær 16 sár í Sámseyju (Hervarar
saga, Örvar-Odds saga); ekki er um það að villast, að 16 sár voru þekkt stef
íslenzkra fornsagna. Enginn hefur haldið því fram, að Hjálmar inn hugum-
stóri hafi tekið eðli af Tómasi erkibiskupi, né heldur, að Þorvarður Þórarins-
son hafi ritað sögu hans í hugarvíli. Er þá ógetið sautján annarra sagna er vef-
ast saman við þetta stef, eða skrifaði Þorvarður aðrar þær sögur er benda til
sáranna sextán? Sér hver maður sem kynnir sér málið, að svar Barða gildir
ekki nenia í einu tilviki. Hvað þá um öll hin? Grein Barða um þetta efni er rit-
uð af skarpleik og hyggjuviti, raunar með því bezta sem ritað hefur verið um
Brennu-Njáls sögu. Svo skynsamleg er hún og slíkur er sennileiki lausnarinn-
ar, að flestum, er lesa, mun þykja ástæðulaust að rannsaka málið frekar. Það
er einfaldlega víðfeðmi hugmyndarinnar að baki og breidd þeirra sagna, er
saman vefast, er gera það að verkum að leita verður miklu viðarmeiri skýring-
ar. Dauði Þorgils skarða skýrir ekki notkun tölunnar 16 í tveim tugum ís-
lenzkra sagna (og er þá aðeins miðað við þær sem sérstaklega eru út valdar í
STEFINU).
Aurvandill og Sámur
Eins og fyrr getur varðar hin íslenzka hlið þeirrar goðsagnar, sem hér um
ræðir, Vanadýrkun. Sárin 16 og dauðarnir 2 eiga við frjóguðinn Frey, er réð
Landeyjum (óshólmum) og Fljótsdölum (hér á Austurlandi sem suður í
heimi). Eitt það merkilegasta við rakning goðsagnarinnar er, að unnt er að
skilgreina ýmsa þætti hennar og sundurliða þá. Það sem mestu skiptir í þessu
samhengi eru tengsl goðsagna Freys við goðmyndir þær er að líkum málsins