Andvari - 01.01.1989, Page 151
ANDVARI
KRÚNA í KANTARABORG
149
b) Forn-Egyptar skiptu manninum sem hugtaki
í hlutfallið 16/18 (16 einingar að öxlum, 2 að
hársrótum). Krúnan var „sá Nítjándi" í sam-
stæðunni, að öllum líkindum setur andans og
frjóseminnar, þess er eigi forgekk í heimi hér.
Krúnan náði eigi máli. Allar líkur benda til, að
þessi tölvísi hafi verið óaðskiljanleg úr Vana-
dýrkun, þ.e. Njarðar, Freys og Freyju. (Mynd
úr R. Lawlor, Sacred Geometry, Crossroad,
New York, 1982, bls. 94).
ganga undir nafninu Aurvandill inn frækni og Sámur - Óríon og Síríus fornra
samfélaga suðurs. Nær öruggt má telja, að sama goðsögn - Aurvandils - ligg-
ur að baki Gunnari á Hlíðarenda með hund sinn Sám (hund himins, Síríus) og
Höskuldi Njálssyni. Svo fast eru þessar goðsagnir saman ofnar, að ekki sýnist
vegur að skilja þar í millum. Eftir því sem bezt verður séð leysir það flest ef
ekki öll vandamál STEFSINS - og þar með sáranna sextán auk tveggja dauðra
- ef gert er ráð fyrir þeirri lausn9). En þar með er og skýring fundin á sárum
Hjálmars 16 í Sámseyju og fjölda menningarþátta fornaldar, er tengdust
talnaröð STEFSINS. Og hinar glöggu vísbendingar frá Egyptalandi skýrast,
ef Freyr og Freyja voru nánast beinar hliðstæður Ósíris og ísis. í stað fjölda
tvístraðra skýringa, stöndum vér með eina allsherjarlausn í höndum er skýrir