Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 152
150
EINAR PÁLSSON
ANDVARI
langflesta þætti málsins á einfaldastan hátt. Til að fella þá skýringu dugir ekk-
ert annað en önnur tilgáta er skýrir enn fleiri efnisþætti á enn einfaldari hátt
og kemur jafnframt heim við það sem til rannsóknar er. Ekkert slíkt er í sjón-
máli.
Krúna hauskúpunnar
Lausn Barða á dauða Höskulds Njálssonar nægir með öðrum orðum ekki til
skýringar á þeim gátum sem við blasa. Breytir það ekki málinu, þótt hún sé
snjöll svo langt sem hún nær. En hvernig stendur þá á hinni einkennilegu
samsvörun í undum Þorgils og Tómasar?
Hér má greina merkilega staðreynd, sem flestir hefðu til skamms tíma látið
segja sér þrisvar: Samtvinnun dauðdaganna tveggja kemur heim við goðsögn
Mannsins sem Alheims. Hugmynd vegendanna sex er of flókin til að henni
verði gerð skil hér; en rúm gefst til að rannsaka á þessum stað meginatriðið í
samsvörun Þorgils og Tómasar, afsnið krúnunnar.
Einfaldast er að halda sér hér við tilvitnun Barða; svo segir frá höggi þessu
í sögu erkibiskups:
„Hér eftir ræður þriðji riddari á liggjandi erkibiskupinn á þann hátt, að
hann sveiflar til sverðinu og sníður nálega burt af höfðinu alla krúnuna, svo
að lítið eina hélt í framanvert“ 10). En um blæðinguna úr dauðum líkamanum
og hina afsniðnu krúnu falla orðin: „Síðan leggja þeir líkamann á börur og
sauma við höfuðið afsnið krúnunnar sem þeir mega fagurlegast og þvo síðan
ásjónuna. Hafði hann þá blóðrás merkilegasta, að ein dráka gekk af hægri veg
hans ennis í skakk um þvert andlitið á vinstri kinnina. Og með því marki vitr-
aðist hann síðan mörgum mönnum“n).
Efsti hluti krúnunnar er m.ö.o. sniðinn af Tómasi erkibiskupi. En svo segir
frá Þorgilsi skarða Böðvarssyni dauðum að Hrafnagili í Eyjafirði, eftir að Þor-
varður Þórarinsson hefur tekið hann af lífi aðfaranótt þess 22. janúar 1258:
„En er ábóti kom, var honum sýndur líkami Þorgils og mörgum öðrum - og
sveipuðu. Nú hafa þeir svo sagt, er þar stóðu yfir, að Þorgils hafði tuttugu og
tvö sár og sjö ein af þeim höfðu blætt. Eitt af þessum var það á hjarnskálinni,
er af var höggvin hausinum. Veittist Þorgilsi það, að hann hafði þvílíkt sár,
sem sagt var um kveldið, að hinn heilagi Tómas erkibiskup hafði særður verið
í kirkjunni í Cantia og Þorgilsi þótti um kveldið fagurlegast vera mundi, að
taka slíkan dauða. Lét ábóti þá sveipa líkið og segir svo, sem margir hafa
heyrt, að hann kvaðst einskis manns líkama hafa séð þekkilegra en Þorgils,
þar sem sjá mátti fyrir sárum. Lét ábóti þá aka líkinu upp til Munka-Þverár
og jarða þar sæmilega. Stóð þar margur maður yfir með harmi miklum“ 12).