Andvari - 01.01.1989, Side 153
ANDVARI
KRÚNA í KANTARABORG
151
22 og 7
Tölurnar 22 og 7 eru ljósar í tengslum við STEFIÐ. Standa þær saman og eru
óaðskiljanlegar úr hugmyndafræðinni. Annars vegar markar talan 22 bókstafi
í speki þeirri sem varðveitzt hefur undir nafninu Tarot; eins og rakið er í ritinu
um STEFIÐ 1988 fer vart milli mála, að íslendingar þekktu þá speki. Hins
vegar markar talan 7 hlið undirheima í þrefeldi auk margs annars er Frey
tengdist, og er eðlilegast að ætla þá speki Freys samsvara speki Ósíris. Fæst
þann veg botn í allt sambandið. En glöggir menn á tölur munu taka eftir því,
að tölurnar 22 og 7 mynda brot það, er markar PÍ í flatarmálsútreikningum
Hrings: tuttugu og tveir sjöundu eru „óræð tala er sýnir hlutfall milli ummáls
og þvermáls hrings“ eins og segir í íslenzkri orðabók Menningarsjóðs. Pannig
sjáum vér ekki einasta „sárin 16“ að Hrafnagili, heldur og þær furðulegu
aukatölur er fylgja, og einmitt sem samstæðu. En sú er niðurstaða RÍM, að
brotið 22/7 sem PÍ sé engin tilviljun þarna; að líkum málsins þekktu land-
námsmenn íslands það brot og tengdu helgum Baug Goðaveldisins. Og án
nokkurs vafa fer það með „sárunum 16“. Þetta hefur berlega komið í ljós af
allegóríu Hrafnkels sögu Freysgoða, svo sem rakið er í STEFINU 1988. F*or-
gils skarði er þannig drepinn undir þeirri tölvísi er liggur að baki Hrafnkels
sögu Freysgoða - er einmitt gerist á heimaslóðum Porvarðs Þórarinssonar
eystra.
Dýrlingurinn Þorgils skarði
Snúum oss þá að því atriði sem mestu skiptir um samsvörun þeirra Þorgils
skarða og Tómasar erkibiskups: afhöggvinni krúnu hauskúpunnar. Riddarinn
„sníður nálega burt af höfðinu alla krúnuna“ á Tómasi Becket við altarið; en
eitt sár af sextán á Þorgilsi blæddi - „var það á hjarnskálinni, er af var höggvin
hausinum.“ Þar sem sár Þorgils var „þvílíkt“ sem af sniðin krúna Tómasar
erkibiskups, fer ekkert milli mála um skyldleikann. Deyr Þorgils raunar líkt
og Tómas:
,,„Og er þeir komu í utanverðan skálann, lagði Þorvarður hann með sverði.
En er þeir komu út í dyrnar, kvaddi Þorvarður til þann mann, er Jón hét og
var kallaður usti, að vinna á honum. Jón hjó í höfuðið niður við þreskildinum
af hjarnskálina í hárrótunum. Var Þorgils þá út dreginn“ (II, s. 220)“13).
„Nú fyrst veit Þorvarður að Þorgils er dáinn með öllu,“ segir Barði. „Ann-
ars hefði hann að minnsta kosti sparað sér sextánda sárið á líkinu.“ Og erum
vér þá komin út í siðferðilegar vangaveltur. Svo heldur Barði áfram: „Vörn
Þorvarðs Þórarinssonar gegn dómum manna um þetta sárafar líksins og jafn-
vel einnig gegn átölum eigin samvizku hlýtur að hafa verið byggð á forsend-